Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti European Solidarity Corps fyrir árið 2025.
Sækja þarf um gæðavottun (e. Quality Label) áður en sótt er um fjármagn fyrir sjálfboðaliðaverkefnum. Hægt er að skila inn umsóknum í gæðavottun allt árið um kring.
Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbók European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í European Solidarity Corps.
Sækja um