Erasmus+ mun veita 26 milljarða evra í styrki á þessu sjö ára tímabili til fjölbreyttra verkefna.
Áætlunin styður meðal annars skiptinám, sjálfboðaliðastarf, ungmennaskipti, símenntun starfsfólks, notkun upplýsingatækni í kennslu, tungumálanám, viðurkenningu á færni, fjölbreytt samstarfsverkefni, nýsköpun í kennslufræðum, stefnumótun á öllum stigum, átök gegn leikjasvindli og fíkniefnanotkun íþróttum og margt fleira.
Yfir 10 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá Erasmus áætluninni frá því hún hóf göngu sína árið 1987. Ísland tekur þátt í samstarfinu vegna bókunar 31 við EES-samninginn, en hún fjallar um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins og gerir Íslendingum kleift að taka þátt í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins á sviði mennta-, menningar- og vísindamála. Frá því að Íslendingar tóku fyrst þátt árið 1991 er fjöldi þeirra nú rúmlega 30 þúsund.
Stofnanir og samtök sem sinna menntun og æskulýðsstarfi geta sótt um ferða-, uppihalds- og námsstyrki fyrir ungt fólk, nemendur og starfsfólk.
Samstarfsverkefni veita stofnunum og samtökum tækifæri til að skiptast á reynslu og kynnast nýjum aðferðum, hvort sem samstarfið er smátt í sniðum eða á stærri skala.
Verkefni sem í flestum tilfellum tengjast samvinnu stjórnvalda um stefnumótun í menntun og æskulýðsmálum innan Evrópu.
Rannís hýsir landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Hluti styrkja Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs og íþróttamála eru í umsjá Framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel.
Starfsfólk landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi