Þegar þú notar vef Rannís/Landskrifstofu Erasmus+verða til upplýsingar um heimsóknina. Þeim er ekki miðlað til annarra en eftirlitsaðila, samkvæmt lagaskyldu. Í persónuverndarstefnu Rannís er hægt að fá íterlegri upplýsingar um meðferð stofnunarinnar á persónuupplýsingum.
Svokallaðar vafrakökur* eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn.
Það er stefna Rannís/Landskrifstofu Erasmus+ að nota vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Notendur vefjarins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum, eða hafni þeim með öllu.
Rannís/Landskrifstofu Erasmus+ notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem dagsetning og tími, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað og ekki er gerð tilraun til að tengja upplýsingarnar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
* „Cookies“ eru sérstakar skrár sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.
Öll samskipti við vefþjóna okkar eru dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS). Það gerir gagnaflutning öruggari og varnar því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð.
Við skráningu á námskeið eða viðburði hjá Rannís/Landskrifstofu Erasmus+ er beðið um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum haft samband við þátttakendur og sent reikninga fyrir námskeiðsgjöldum.
Upplýsingar um þátttakendur og greiðendur fara til frekari úrvinnslu hjá starfsmönnum okkar, sem vinna eftir verklagsreglum Erasmus+ varðandi meðhöndlun á persónuupplýsingum.
Almennt gildir um persónurekjanlegar upplýsingar sem Rannís/Landskrifstofu Erasmus+ berast (t.d. í tölvupósti eða við skráningar á námskeið og viðburði) að áhersla er lögð á að einungis þeir starfsmenn sem tengjast viðkomandi ferli hafi aðgang að upplýsingunum. Ekki er um að ræða neina samkeyrslu innsendra upplýsinga og þeim er aldrei deilt með þriðja aðila.
Hægt er að skrá sig á póstlista Rannís á vefnum okkar. Með því að skrá þig á póstlista Rannís færð þú hnitmiðaðar tilkynningar um opnanir fyrir umsóknir í sjóði, viðburði og námskeið. Tilkynningarnar eru hannað og sendar út með póstkerfinu MailChimp. Hægt er að breyta eða segja upp áskriftinni hvenær sem er með því að smella á tengil til að breyta upplýsingum um skráningu, neðst í tölvupóstinum
Á mörgum síðum vefsins er hægt að hafa samband við tengiliði sjóða og verkefna með því að senda þeim tölvupóst. Starfsmaður sem tekur á móti fyrirspurninni, skráir hana í skjalakerfi Rannís og afgreiðir. Afrit af erindunum og svörum Rannís eru ekki vistuð í vefumsjónarkerfinu.
Á vef Rannís/Landskrifstofu Erasmus+ er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Reglur Rannís um öryggi notenda á vef Rannís gilda ekki utan hans. Rannís ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika annarra vefja. Vísunin þýðir heldur ekki að Rannís/Landskrifstofu Erasmus+ styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.
Hægt er að senda ábendingar er varða vefinn til vefumsjónar. Senda póst.
Persónuverndarfulltrúi Rannís er Elísabet M. Andrésdóttir.