Þegar sækja á um í Erasmus+ eða European Solidarity Corps (ESC) er að mörgu að hyggja. Hér hafa verið teknar saman nytsamlegar upplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar í umsóknarferlinu. Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvattir til að skoða skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.
Á heimasíðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna Erasmus+ handbókina og ESC handbókina. Einnig er hægt að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar og ráðgjöf.
Erasmus+ og ESC torgið eða EESCP - Erasmus+ and ESC platform er síða þar sem hægt að nálgast helstu kerfi sem tengjast umsóknum og umsýslu verkefna í Erasmus+ og ESC s.s. vefeyðublöðin, OID skráningarkerfið (organisation registration system), Beneficiary Module og fleira. Torgið er aðgengilegt án innskráningar en til að komast inn í ýmsa hluta þess, til dæmis umsóknareyðublöð, þarf EU login innskráningu.
Erasmus+ og ESC styðja við fjölbreytt verkefni sem geta verið mismunandi eftir markhópum og/eða skólastigum. Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga á réttum stað, sjá hlekki hér fyrir neðan.
Skoða tækifæri í Erasmus+
Skólar (leik-,grunn- og framhaldskólastig)
Starfsmenntun
Háskólastig
Fullorðinsfræðsla
Æskulýðsstarf
Skoða tækifæri í European Solidarity Corps
Sjálfboðaliðaverkefni
Samfélagsverkefni
Lestu Erasmus+ handbókina eða ESC handbókina til að tryggja að þú skiljir reglurnar sem liggja að baki styrkveitingum og hvort verkefnið þitt falli undir kröfur sem gerðar eru um umsóknir í viðkomandi flokk og eftir áherslusviðum.
Áður en sótt er um styrk í Erasmus+ og ESC þarf að skrá stofnunina/lögaðilann inn í organisation registration system til að sækja svokallað OID númer.
Þú getur flett upp hvort stofnunin þín sé þegar komin með OID númer.
Sjá ítarlegri leiðbeiningar um OID númer.
Sjá upplýsingar um EU Login aðgang.
Umsóknarferlið er algjörlega rafrænt, sem þýðir að þú fyllir út og skilar umsókninni á netinu. Hægt er að nálgast eyðublöðin á Erasmus+ og ESC torginu.
Í kjölfar af mati fjallar óháð valnefnd um umsóknirnar en forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ staðfestir úthlutun.
Landskrifstofa hvetur umsækjendur til að hafa samband meðan á umsóknarferlinu stendur. Umsækjendur um samstarfsverkefni eru beðnir um að fylla út eyðublað með verkefnishugmynd áður kemur að ráðgjöf. Á hverju ári stendur starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ og ESC fyrir námskeiðum, ýmist á landsbyggðinni, í Reykjavík eða með fjarfundi. Þessi námskeið eru auglýst á vefsíðunni, á samfélagsmiðlum og á póstlista Rannís.
SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA RANNÍS/ERASMUS+