Evrópuár unga fólksins

ÞÍN SÝN, ÞÍN RÖDD

Hvað langar þig að gera í ár?

Í ár eru fjölmörg tækifæri í boði fyrir ungt fólk að láta sínar skoðanir í ljós á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars gegnum áætlanir eins og Erasmus+, European Solidarity Corps og Creative Europe. Ef þú ert með hugmyndir um verkefni eða viðburð fyrir ungt fólk, þá sérstaklega sem tengjast inngildingu, sjálfbærni, samfélagslegri þátttöku eða stafrænni þróun, þá viljum við heyra frá þér.

Fylgstu með okkur á Instagram


Evrópuár unga fólksins – hvers vegna?

Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu. Betri framtíð, sem er grænni, jafnari/réttlátari og stafrænni en áður.

Ungt fólk hefur orðið fyrir miklu áhrifum vegna COVID-19, sem dregið hefur úr atvinnutækifærum, félagslífi og ferðalögum. Með Evrópuárinu er leitast við að skapa fleiri og betri tækifæri fyrir þau að taka þátt og koma á jákvæðum breytingum í sínu nærumhverfi.

  • Að valdefla ungt fólk
  • Að efla samheldni, samstöðu, lýðræði og borgaralega þátttöku í Evrópu auk þess að bregast við sérstökum samfélagslegum þörfum tli að stuðla að félagslegri aðlögun. 
  • Að tryggja þátttöku ungs fólks með færri tækifæri með ýmsum sérstökum ráðstöfunum.
  • Að stuðla að evrópskri samvinnu sem skiptir máli fyrir ungt fólk og vekja athygli á jákvæðum áhrifum þess.

Styrkir og tækifæri

Ef þú ert ungur einstaklingur í Evrópu er þetta árið þitt!
Tækifærin sem bjóðast ungu fólki til að ná sér í þekkingu, láta gott af sér leiða og prófa nýja hluti hafa aldrei verið fleiri. Hér er hægt að fá yfirlit yfir möguleikana sem standa þér opnir.

Sækja um


Fréttir

9.8.2022 : Verið velkomin á sumarhátíð unga fólksins 18. ágúst!

Í tilefni af Evrópuári unga fólksins munum við hjá Landskrifstofu Erasmus+ og Rannís blása til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug 18. ágúst frá kl. 16. Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu. 

Lesa meira

8.8.2022 : Styrkir til verkefna og viðburða á Evrópuári unga fólksins

Valin hafa verið 18 verkefni sem hljóta styrki í tengslum við Evrópuár unga fólksins 2022. Markmiðið með styrkjunum er að skipuleggja viðburði, samkomur eða önnur verkefni þar sem ungt fólk kemur saman til að fjalla um þá málaflokka sem skiptir það máli. 

Lesa meira

30.5.2022 : Tekið á móti umsóknum um viðburðastyrki tengda ungu fólki til 15. júní

Á Evrópuári unga fólksins er sjónum beint að valdeflingu og virkri þátttöku yngri kynslóðarinnar í samfélaginu. 

Lesa meira

Sjá fleiri


Kort yfir viðburði

Evrópusambandið býður öllum að taka þátt og að bæta viðburðum sem tengjast ungu fólki þetta árið á evrópska viðburðakortið.

Hvernig setur þú viðburðinn þinn á kortið? Við höfum tekið saman stuttar leiðbeiningar .









Þetta vefsvæði byggir á Eplica