Tækifæri á sviði starfsmenntunar

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir íslenska starfsmenntaskóla, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í starfsmenntun og einnig eru í boði styrkir vegna starfsnáms og þjálfunar nemenda og starfsfólks í starfsmenntun í öðrum löndum.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang.

Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.

Umsóknarfrestir

Sótt um til Landskrifstofu

Með dreifstýrðum verkefnum er átt við að stofnanir sækja um til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi sem heyrir undir Rannís.

Hægt er að sækja um styrk fyrir tvenns konar verkefni. Annars vegar í flokkinn  Nám og þjálfun  og hins vegar í flokkinn  Samstarfsverkefni. Einnig geta starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar sótt um Erasmus+ aðild.

Nám og þjálfun innan starfsmenntunar

Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Erasmus+ aðild

Sótt um til Brussel

Með miðstýrðum verkefnum er átt við að umsjón verkefnanna sé hjá framkvæmdastjórn ESB.  Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA). Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Öndvegissetur starfsmenntunar (Centres of Vocational excellence – CoVEs)

Hæfnimótun í starfsmenntun (Capacity building in the field of vocational education and training (VET)

Kennaraakademíur (Erasmus+ Teacher Academies)

Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni (Alliances for innovation)

Stuðningur og samstarf

Gagnabanki Erasmus+ verkefna

eTwinning - rafrænt skólasamstarf 

School Education Gateway – vefgátt fyrir skóla- og fræðslustofnanir

EPALE – vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu

Tengslaráðstefnur 

Beiðni um samstarf 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica