Tækifæri fyrir öll sem stunda iðnnám

Nemendur í starfsnámi geta sótt um Erasmus styrki til að fara til Evrópulanda í námsferð og starfsþjálfun tengdum sínum faggreinum.


Hægt er að fá ferðastyrk og dagpeninga til að borga fyrir gistingu og fæði meðan á dvölinni stendur.

Upphæðir eru mismunandi eftir lengd ferðar og lengd dvalar.
 

Sögur af nemendum sem hafa fengið Erasmus styrk.

Bakaranám í Tallinn í Eistlandi (podcast/hlaðvarp)

Mynd af Ástrósu

Mynd: Ástrós Elísa Eyþórsdóttir barkarnemi (mynd fengin af vef Iðunnar fræðsluseturs)

Skiptinám í Finnlandi, Eistlandi og Tenerife: Snyrtibraut, Rafvirkjabraut og sjúkraliðabraut 

Skiptinám í Danmörku og Belgíu: Húsasmiðabraut og fata- og textílbraut

Skiptinám í París: Bílasmíði og bílamálun


Þú færð nánari upplýsingar hjá alþjóðafulltrúanum í skólanum þínum:

Erasmus+ aðildarstofnun Alþjóðafulltrúi Netfang
Borgarholtsskóli Nökkvi Jarl Bjarnason erlent.samstarf@borgo.is
Fisktækniskóli Íslands Ragnheiður Eyjólfsdóttir info@fiskt.is
Fjölbrautaskóli Nordurlands vestra Eva Óskarsdóttir eva@fnv.is
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Edda Lára Kaaber intcoordinator@fa.is
Fjölbrautaskóli Suðurlands Eyrún Björg Magnúsdóttir eyrun@fsu.is
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Harpa Kristín Einarsdóttir harpa.einarsdottir@fss.is
Fjölbrautaskóli Vesturlands Helena Valtýsdóttir fva@fva.is
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Hrafnhildur Hafberg hrh@fb.is
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Svanhvít Helga Jóhannsdóttir svanhvit.helga@fas.is
IÐAN fræðslusetur Inga Birna Antonsdóttir inga@idan.is
Landbúnaðarháskóli Íslands Christian Schultze inter@lbhi.is
Menntaskólinn á Ísafirði Hildur Halldórsdóttir Arnholtz hildur@misa.is
Menntaskólinn í Kópavogi Elísabet Björnsdóttir utlond@mk.is
Myndlistaskólinn í Reykjavík Silfrún Una Guðlaugsdóttir silfrun@mir.is
Tækniskólinn Ingibjörg Rögnvaldsdóttir ferdir@tskoli.is
Verkmenntaskóli Austurlands Petra Lind Sigurðardóttir petralind@va.is
Verkmenntaskólinn á Akureyri Valgerður Húnbogadóttir international@vma.is

Hvert get ég farið?

Þú getur farið til flestra landa í Evrópu og valið þann vinnustað sem best hentar þínu fagi og áhugasviði. Best er að leita ráða hjá fagkennara, alþjóðafulltrúa, iðnmeistara eða vinum/kunningjum sem hafa stundað starfsnám erlendis.

Hvað dekkar styrkurinn?

Erasmus+ styrkur dugar fyrir stórum hluta ferða-, fæðis- og gistikostnaðar. 

Hvenær get ég farið?

Þú getur farið hvenær sem er á námstíma þínum en þó er jafnan miðað við að einstaklingar sem fara í starfsnám erlendis séu 18 ára og eldri. Það er líka hægt að fara út á Erasmus+ styrk fyrsta árið eftir útskrift.

Hvernig gengur ferlið fyrir sig?

  • Hafa samband við alþjóðafulltrúa og óska eftir styrk
  • Velja land og vinnustað í samráði við kennara/meistara/alþjóðafulltrúa
  • Huga að húsnæði erlendis og ferðamöguleikum
  • Huga að tryggingamálum
  • Sækja um evrópska sjúkratryggingakortið

Er starfsnám erlendis metið til eininga?

Það er mismunandi og ræðst af lengd og innihaldi starfsnámsins. Þeir sem hafa milligöngu um styrkveitinguna geta gefið þér upplýsingar um það.

Ráð til styrkþega

Gott að eiga varasjóð þrátt fyrir styrk.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica