Styrkir til samstarfsverkefna eru veittir í formi fastrar upphæðar (lump sum) og umsækjendur geta sótt um eftirfarandi upphæðir
Verkefnaflokkur |
Styrkupphæð (lump sum) |
Smærri samstarfsverkefni (Small scale partnerships) |
30.000 EUR |
60.000 EUR |
Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)
|
120.000 EUR |
250.000 EUR |
400.000 EUR |
Allir verkefnastyrkir Erasmus+ eru stuðningur og gera ráð fyrir mótframlagi aðila verkefnisins. Í umsókninni er ekki farið fram á að mótframlag sé útskýrt í smáatriðum heldur þarf áætlaður kostnaður við framkvæmd verkefnisins að vera hærri en styrkupphæðin sem sótt er um.
Við gerð fjárhagsáætlunar ber að hafa í huga að ef hún er metin óraunhæf verður að hafna umsókninni. Við afgreiðslu umsókna er ekki hægt að lækka styrkupphæð sem sótt er um.
Styrkupphæðin snýr að þeim verkþáttum sem leyfilegir eru í Erasmus+ samstarfsverkefnum, m.a:
- Verkefnisstjórn (áætlanagerð, fjármál, samskipti og samhæfing milli samstarfsaðila, eftirfylgni, umsjón o.s.frv)
- Námsviðburðir (learning activities)
- Kennslu- og þjálfunarviðburðir (teaching and training activities)
- Fundir og viðburðir
- Afurðir verkefnisins (útgefið efni, skjöl, verkfæri, afurðir o.s.frv)
- Miðlun á niðurstöðum og afurðum verkefnisins
Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships) geta varað í 12 – 36 mánuði
Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru 3 aðilar frá þremur þátttökulöndum Erasmus+. Lögaðilar í þátttökulöndunum Erasmus+ áætlunarinnar geta sótt um styrk og tekið þátt. Stofnanir og samtök frá löndum á svæðum 1-3 (fyrir utan Belarús) geta tekið þátt en ekki verið umsækjendur.
Einstaka stofnanir geta tekið þátt í mest 10 umsóknum um stærri samstarfsverkefni í hverjum umsóknarfresti, hvort heldur er sem umsækjendur eða samstarfsaðilar.
Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í starfsmenntun og forgangsatriðum sem samþykkt hafa verið fyrir starfsmenntun árið 2025, s.s. að aðlaga starfsmenntun að vinnumarkaði, auka sveigjanleika og tækifæri í starfsmenntun, stuðla að nýsköpun í starfsmenntun o.fl.
Smærri samstarfsverkefni (Small-Scale) geta varað í 6 - 24 mánuði.
Lágmarksfjöldi samstarfsaðila eru tveir aðilar frá tveimur þátttökulöndum Erasmus+.
Einstaka stofnanir geta tekið þátt í mest fimm umsóknum um smærri samstarfsverkefni í hverjum umsóknarfresti, hvort heldur er sem umsækjendur eða samstarfsaðilar.
Eitt markmiða smærri samstarfsverkefna er að auðvelda aðgengi að Erasmus+ áætluninni fyrir nýliða og minni skóla, stofnanir og fyrirtæki. Einnig að styðja jöfn tækifæri fyrir alla, borgaralega þátttöku og evrópsk gildi í nærsamfélaginu.
Mat á verkefnisumsóknum bæði smærri og stærri samstarfsverkefna er í samræmi við markmið og eðli samstarfsins. Miðað við markmið verkefnanna geta þau verið misstór og byggð upp á mismunandi hátt.