Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Fyrir hverja?

Starfsmenntaskólar og aðilar sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfsmenntun.

Til hvers?

Samstarfsverkefni veita starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í starfsmenntun þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði.

Samstarfsverkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í starfsmenntun. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði starfsmenntunar.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:

  • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)

  • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships).

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Hvert er markmiðið?

Forgangsatriði

Hverjir geta sótt um?

Hvað er styrkt?

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Skilyrði úthlutunar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica