Fulltrúar skóla- og menntayfirvalda komu saman á Nauthóli í Reykjavík þegar Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ veittu Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu og eTwinning gæðaviðurkenningar. Menntaskólinn á Tröllaskaga og Dósaverksmiðjan hlutu evrópsku verðlaunin í kennslu og tungumálum og Stapaskóli hlaut viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2025.
Lesa meiraErasmus dagar 2025 fara fram dagana 13. - 18. október. Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ áætluninni og tækifærum hennar með samstilltu átaki. Landskrifstofan hvetur styrkhafa til að nota tækifærið og deila framlagi sínu og reynslu.
Lesa meiraÍ sumar veitti Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi 17 styrki til nýrra samstarfsverkefna á sviði menntunar og æskulýðsmála. Stjórnendur þessara verkefna og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Reykjavík Natura þann 25. september, fögnuðu góðum árangri og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+.
Lesa meira