Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund í menntun stóð Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí í Eddu. Hún bar yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar og beindi sjónum að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.
Lesa meiraGuðný og Hildur tóku þátt í lifandi og innblásinni eTwinning ráðstefnu fyrir tungumálakennara í Graz, Austurríki, þar sem 55 kennarar frá 13 Evrópulöndum komu saman til að efla alþjóðlegt samstarf í tungumálakennslu.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ á Íslandi leggur áherslu á öflugt og gott samstarf við alþjóðafulltrúa skóla og stofnana áætlunarinnar. Til
þess að fá betri yfirsýn yfir það sem vel er gert og hvað mætti betur fara í
alþjóðastarfi var ráðist í að framkvæma
könnun meðal alþjóðafulltrúa í starfsmenntaskólum og stofnunum um land allt í
lok ársins 2024.