Gögn verkefnisstjóra

Að mörgu er að hyggja og mikilvægt strax í byrjun að halda vel utan um alla pappíra og gögn til að auðvelda vinnuna á meðan á verkefni stendur og þegar komið er að því að skila lokaskýrslu.

Starfsfólk landskrifstofu er boðið og búið að aðstoða verkefnisstjóra hvenær sem er meðan á verkefni stendur við að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma við umsýslu verkefna.

Námskeið fyrir verkefnisstjóra

Landskrifstofa heldur námskeið fyrir verkefnisstjóra til að koma þeim af stað í verkefnavinnunni. Námskeiðin eru haldin í byrjun skólaárs og í kjölfar afhendingar á samningum fyrir verkefni. Upplýsingar um þessi námskeið eru send til verkefnisstjóra og auglýst á vef Erasmus+.

Viðaukar samninga

Upplýsingar um viðauka er hægt að finna í samningi milli Landskrifstofu og styrkþega. Þessi fylgigögn og eyðublöð snúa að samningum milli stofnana (styrkþega) og þátttakenda í Erasmus+ verkefnum. Sem dæmi má nefna: Styrkupphæðir, gæðaviðmið og samkomulag um þjálfun. 

Lesa meira

Beneficiary Module

Beneficiary Module er umsýslukerfi fyrir verkefni sem hlotið hafa styrk í Erasmus+. Kerfið er notað fyrir allar tegundir verkefna.

LESA MEIRA

Handbækur og stuðningsefni fyrir verkefnisstjóra

Verkefnisstjórar eru hvattir til að kynna sér vel handbækur og stuðningsefni.

LESA MEIRA

Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna

Skipuleggja þarf aðgerðir til að tryggja nýtingu niðurstaðna á meðan á verkefni stendur og eftir að því lýkur.

Lesa meira

Merki Erasmus+

Öll verkefni sem styrkt eru af Erasmus+, eiga að nota merki áætlunarinnar ásamt viðeigandi fyrirvaratextum.

LESA MEIRA

Höfundarréttur

Styrkþegum ber að tryggja að Landskrifstofa og/eða Framkvæmdastjórn ESB eigi rétt á að nýta eignarétt/höfundarétt á afurðum verkefna.

LESA MEIRA

Skattframtal styrkþega

Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna. Styrkir eru skattlagðir eins og launatekjur. Heimilt er að telja kostnað til frádráttar.

Lesa meira 

Erasmus+ verkefnabankinn

Verkefnisstjórum ber að skrá upplýsingar um verkefni og afurði í Erasmus+ verkefnabankann .

LESA MEIRA

Erasmus+ aðild

Gögn umsóknarfrests Erasmus+ aðildar eru hluti af samkomulagi um aðild.

LESA MEIRA

Youthpass

Verkefnisstjórar eru hvattir til þess að nýta og kynna Youthpass fyrir þáttakendum. Youthpass er tæki til þess að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ og European Solidarity Corps verkefnum. Ný stefna um Youthpass var gefin út í september 2021 og má nálgast hana hér.

LESA MEIRA

Frekari hjálp

Starfsfólk Landskrifstofu er ávallt boðið og búið að veita hjálp við umsýslu verkefna. Betra er að leita aðstoðar fyrr en seinna, svo auðveldara sá að leysa úr málum. Ennig er mjög mikilvægt að hafa samband við Landskrifstofu ef það kemur í ljós að ekki sé hægt að nýta allan styrkinn svo hægt sé þá að úthluta þeim fjármunum aftur.

Europass

Europass er fyrir alla sem vilja skjalfesta nám sitt eða reynslu innan 32 landa Evrópu. Í Europass möppunni eru fjögur skjöl sem skipta máli vegna menntunar- og starfshæfni einstaklings og eru þau samhæfð fyrir öll lönd Evrópu.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica