Tækifæri fyrir stofnanir á háskólastigi

Allir íslensku háskólarnir taka þátt í Erasmus+ og geta nýtt sér öll þau tækifæri sem áætlunin býður upp á. Aðrar stofnanir sem tengjast kennslu eða rannsóknum á háskólastigi geta einnig tekið þátt í vissum hlutum áætlunarinnar.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang.

Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.

Stúdentar og starfsfólk háskóla sækir um styrki og fá upplýsingar og aðstoð hjá alþjóðafulltrúum síns heimaskóla.

Almennar upplýsingar og umsóknarform geta stúdentar og starfsfólk nálgast á heimasíðu viðkomandi háskóla.

Sótt um til Landskrifstofu

Með dreifstýrðum verkefnum er átt við að stofnanir sækja um til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, sem er Rannís.

Hægt er að sækja um styrk fyrir tvenns konar verkefni. Annars vegar í flokkinn Nám og þjálfun (sjá fyrir starfsfólk og stúdenta) og hins vegar í flokkinn  Samstarfsverkefni.

Nám og þjálfun (KA1)

Allir íslensku háskólarnir fá árlega úthlutun vegna styrkja innan Evrópu (Erasmus+ þátttökulanda) en einnig er í boði takmarkaðra magn af styrkjum til annarra landa. Stúdentar og starfsmenn sækja um styrki til síns heimaskóla og fá nánari upplýsingar um hvað er í boði.  

  • Háskólanemar geta farið í 2-12 mánuði í skiptinám eða starfsþjálfun sem hluta af námi. Starfsþjálfun er einnig möguleg innan við ári eftir útskrift. Doktorsnemar geta farið í 5-30 daga skiptinám eða starfsþjálfun. Aðrir háskólanemar geta það einnig ef dvölin er tengd námi eða þjálfun á netinu.

  • Kennarar og starfsfólk getur fengið styrk til gestakennslu eða starfsþjálfunar í 2-60 daga.

  • Háskólar geta boðið fulltrúum fyrirtækja eða stofnana (annarra en háskóla) í öðrum þátttökulöndum Erasmus+ til sín sem gestakennara í 1-60 daga.

  • Háskólar, stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta fengið til sín stúdenta af öllum námsstigum, í námi eða nýútskrifaða, í starfsþjálfun í 2-12 mánuði.

A vefnum  Erasmusintern  geta stofnanir skráð óskir um að fá til sín stúdenta og stúdentar geta leitað að starfsþjálfunarmöguleikum.

Sjá nánari upplýsingar á síðunni Nám og þjálfun stúdenta og Nám og þjálfun starfsfólks.

Samstarfsverkefni (KA2)

Samstarfsverkefni á háskólastigi (Cooperation partnerships) veita háskólum og öðrum stofnunum og/eða fyrirtækjum með tengingu við háskólastigið tækifæri til að vinna með samstarfsaðilum í Evrópu og jafnvel utan Evrópu líka. Það er ekki skilyrði að það sé háskóli sem sækir um.

Sjá nánari upplýsingar á síðunni Samstarfsverkefni á háskólastigi.

Samstarfsverkefni þvert á skólastig

Íslenskir aðilar á háskólastigi, starfsmenntun, leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu og í æskulýðsstarfi geta sótt um styrk til að vinna að ýmsum þverfaglegum verkefnum. Tilgangurinn er að fá fjölbreytt verkefni sem geta haft áhrif á hin fjölbreyttu skóla- og menntunarstig. Ekki er hins vegar um sérstaka umsókn að ræða heldur er sótt um um í nafni þess skólastigs sem gæti talist leiðandi í verkefninu eða þess skólastigs sem umsækjandi tilheyrir.

Sótt um til Brussel

Með miðstýrðum verkefnum er átt við að umsjón verkefnanna sé hjá framkvæmdastjórn ESB. Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA).  Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Erasmus Mundus sameiginlegt meistaranám

Nú gefst háskólastofnunum tækifæri til þess að sækja um styrk til þess að búa til hágæða alþjóðlegt sameiginlegt meistaranám undir hatti Erasmus Mundus. Erasmus Mundus mun því bjóða upp á tvenns konar umsóknir, annars vegar þróun (Erasmus Mundus Development Master) og hinsvegar innleiðingu á sameiginleigu meistaranámi (Erasmus Mundus Joint Master).

Sjá nánari upplýsingar í kaflanum Erasmus Mundus Actions í Handbók Erasmus+.

Upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig á að sækja um Erasmus Mundus Design Measures og Erasmus Mundus Joint Masters verða birtar á umsóknarsíðu ESB.

Evrópskt háskólanet

Samstarfsnet háskóla (European Universities) í minnst þremur löndum með það markmið að efla tengslin milli rannsókna, nýsköpunar og samfélagsins í háskólaumhverfi þar sem stofnanirnar hafa opnað dyr sínar fyrir kennara- og stúdentaskipti. 

Sjá nánari upplýsingar í kaflanum European Universities í  Handbók Erasmus+.

Upplýsingar um íslenska háskóla í evrópsku háskólanetum.

Nýsköpunarsamstarf

Nýsköpunarsamstarf (Alliances for Innovation) eru samstarfsverkefni háskóla og atvinnulífs og geta tengst nýsköpun, frumkvöðlastarfi og miðlun þekkingar og reynslu.

Sjá nánari upplýsingar í kaflanum Alliances for Innovation í Handbók Erasmus+.

Upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig á að sækja um nýsköpunarsamstarf eru birtar á umsóknarsíðu ESB.

Hæfnismótun á háskólastigi

Verkefnin snúast um samstarf milli háskóla í Erasmus+ þátttökulöndum  og öðrum löndum.

Jean Monnet

Jean Monnet verkefni tengjast Evrópufræðum og eru fyrir stofnanir og samstök sem eru að vinna á því sviði. Verkefnin geta snúist um:

  • Modules: Námskeið í Evrópufræðum sem er að lágmarki 40 kennslustundir.

  • Chairs: Kennarastaða með Evrópufræði sem sérsvið og minnst 90 kennslustundir á ári á því sviði í þrjú ár.

  • Centres of Excellence: Fræðasetur tengt einum eða fleiri háskólum sem tengir saman fræðimenn á sviði Evrópufræða og heldur utan um efni á því sviði.

Sjá nánari upplýsingar í kaflanum Jean Monnet Actions í Handbók Erasmus+ .

Upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig á að sækja um nýsköpunarsamstarf eru birtar á umsóknarsíðu ESB.

Stuðningur við stefnumótun

Þessi verkefni tengjast stefnumótun í menntamálum og krefjast oft þátttöku stjórnvalda en háskólar og aðrar stofnanir geta einnig tekið þátt og jafnvel leitt verkefni. Ekki er um fasta árlega umsóknarfresti að ræða fyrir skilgreinda tegund verkefna eins og í öðrum hlutum Erasmus+ heldur eru auglýstir stakir umsóknarfrestir fyrir sértæk verkefni (þemu).

Frekari upplýsingar um Stuðning við stefnumótun (Support for policy reform)  og opna umsóknarfresti er hægt að nálgast á vef EACEA.  

Erasmus+ Teacher Academies

Sjá nánar á síðu Erasmus+ um tækifæri fyrir skóla, undir liðnum "Kennaraakademíur" .

 

Vefstofa um Alþjóðavíddina á háskólastigi








Þetta vefsvæði byggir á Eplica