Stóru-Vogaskóli hefur skarað fram úr með verkefninu „Basta Carbo!“ sem var valið besta eTwinning verkefni ársins 2024. Verkefnið, undir stjórn Marc Portal kennara, sameinaði íslenska nemendur og kennara við skóla í Ítalíu og Frakklandi til að vinna að sjálfbærni og umhverfisvitund.
Lesa meiraErtu kennari í framhaldsskóla eða tungumálakennari með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tækifæri til að fara annars vegar á ráðstefnu í Hague 3.-5. apríl fyrir framhaldsskólakennara og hins vegar til Graz 9.-11. apríl fyrir tungumálakennara
Lesa meiraÁ þessu ári hlutu sex íslenskir kennarar gæðamerki eTwinning fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni, með alls sex National Quality Label (NQL) og fimm European Quality Label (EQL). Þessi gæðamerki eru veitt til að viðurkenna fagmennsku, nýsköpun og gæði alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu. Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir besta eTwinning verkefnið árið 2024.
Lesa meiraRannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með 2025. Sendiherrar stuðla að framþróun eTwinning, veita kennurum ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í netverkum á norrænum og evrópskum vettvangi.
Lesa meiraÁrleg norræn ráðstefna eTwinning sendiherra var haldin í Reykjavík dagana 5.-7. nóvember 2024, þar sem 36 kennarar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að ræða borgaravitund og evrópsk gildi. Ráðstefnan innihélt fjölbreytt erindi, heimsókn í eTwinning skóla og umræðufundi um framtíð eTwinning, þar sem áhersla var lögð á samspil við Erasmus+ og þróun starfs sendiherranna.
Lesa meiraÁ hverju ári stendur eTwinning fyrir skráningarátaki til að hvetja kennara til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Nú hefur verið dregið að handahófi úr þeim hópi kennara sem skráðu sig í eTwinning í átökunum 2023 og 2024.
Lesa meiraFrestur til að sækja um gæðaviðurkenningu eTwinning, National Quality Label, verður til 10. nóvember 2024. Við hvetjum öll sem staðið hafa fyrir vel heppnuðu verkefni að sækja um.
Lesa meiraNú er tíminn til að taka þátt í spennandi skráningarátaki eTwinning, sem fer fram dagana 15. september til 15. október 2024! eTwinning er vettvangur fyrir kennara í Evrópu til að tengjast, deila hugmyndum og þróa alþjóðleg samstarfsverkefni í kennslu. Með því að taka þátt í þessu átaki færðu tækifæri til að efla skólastarf þitt með alþjóðlegu samstarfi, nýjum hugmyndum og skapandi lausnum.
Lesa meiraErtu kennari í framhaldsskóla, starfsmenntaskóla, leikskóla eða grunnskóla með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tvö ótrúleg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í haust – ein í Sarajevo, Bosníu og Hersegovínu, og önnur í Tallinn, Eistlandi.
Lesa meiraDagana 11.-13. september 2024 verður haldin norræn eTwinning ráðstefna undir yfirskriftinni "Vellíðan í skólanum".
Lesa meiraNýverið bauðst íslenskum kennurum að taka þátt í ráðstefnum í Möltu og Finnlandi.
Lesa meiraNýverið hlutu tólf íslenskir kennarar viðurkenningar fyrir vel unnin verkefnin, svokallað eTwinning quality label. Þá fengu þrír skólar viðurkenninguna 'eTwinning skóli' fyrir vel unnin störf síðustu misseri.
Lesa meiraLandskrifstofa eTwinning stendur fyrir skráningarátaki eTwinning á nýju skólaári. Kennarar eiga kost á vinningum fyrir sig og sinn skóla.
Lesa meiraNýverið bauðst íslenskum grunnskólakennurum að taka þátt í eTwinning ráðstefnu í Bergen. Norrænt samstarf í gegnum eTwinning verður þar í fyrirrúmi
Lesa meiraUm þessar mundir býðst íslenskum kennurum að taka þátt í eTwinning ráðstefnum. Fram undan er ráðstefna í Brugge auk árlegu eTwinning ráðstefnunnar.
Lesa meiraÞann 7. til 9. september verður ráðstefna fyrir Evrópska leikskólakennara í Esbjerg haldin. Landskrifstofu eTwinning á Íslandi býðst að senda út tvo kennara.
Lesa meiraeTwinning verður nú European School Education Platform
Lesa meiraKeðjuverkandi verkefnið European Chain Reaction snýst um að nemendur keppa í gera myndband af keðjuverkandi röð sem nemendur framkvæma sjálfir. Kennarar og nemendur frá Selásskóla tóku þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Lesa meiraSíðastliðinn október tóku þrír kennarar þátt í árlegu eTwinning ráðstefnunni fyrir Íslands hönd, þar sem áherslurnar voru fjölmiðlalæsi og falsfréttir. Sóttu þær áhugaverðar vinnustofur um málefnið, en ráðstefnan var alfarið haldin á netinu í ár.
Lesa meira