Þema EPALE í mars er jafnt aðgengi allra að fullorðinsfræðslu

7.3.2018

Hlutfall þátttakenda í fullorðinsfræðslu í Evrópu er afar mismunandi milli landa. Öll Evrópulönd standa samt sem áður frammi fyrir sömu áskoruninni, sem er að gera fullorðinsfræðslu aðgengilegri fyrir þá sem standa höllum fæti og tilheyra hópi þeirra sem minna mega sínRannsóknir sýna  að fólk sem hefur fleiri tækifæri og betri menntun eru líklegra til að taka þátt í fullorðinsfræðslu. Það eykur enn ójafnvægið í geiranum.

Við hér hjá EPALE erum sannfærð um að fullorðinsfræðsla getur verið mikilvægt tæki til að stuðla að aukinni þátttöku í samfélaginu og breyta lífi fólks til hins betra. Kynnið ykkur þemasíður EPALE um  Þátttöku í samfélaginu og námshindranir. Þar hafa landsteymi EPALE og EPALE samfélagið tekið saman margar áhugaverðar dæmisögur, greinar, skýrslur og annan fróðleik um málefnið. (efnið á síðunni er mismunandi eftir tungumálum). Kíkið reglulega á EPALE til að sjá nýtt efni í mars!

Okkur langar að bjóða þér að taka þátt í skriflegum umræðum á netinu um það hvernig best sé að tryggja aðgengi og þátttöku í fullorðinsfræðslu á vettvangi fræðsluaðila og stefnumótenda. 

Umræðurnar fara fram á ensku á þessari síðu þann 22. mars 2018 undir stjórn Simon Broek sérfræðings hjá EPALE.

Við vonumst til  að sjá þig þar!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica