Fréttir: 2022

19.12.2022 : Erasmus+ fagnaði 35 ára afmæli á árinu sem er að líða

Lokahátíð og afmælisráðstefna var haldin í þann 14. desember síðastliðinn í EGG ráðstefnuhöllinni í Brussel. Þar komu saman Erasmus+ styrkþegar frá fjölmörgum þátttökulöndum, starfsfólk landskrifstofa og fulltrúar félagasamtaka og stofnana víðsvegar í Evrópu.

Lesa meira

8.12.2022 : Vel tekið á móti Eurodesk á Grundarfirði

Stoðverkefnið Eurodesk skipulagði heimsókn til Grundarfjarðar á dögunum og kynnti tækifæri erlendis fyrir ungt fólk á staðnum. Kynningarnar voru gerðar í samstarfi við Alicju Chajewsku sem býr á Grundarfirði og voru því í boði á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. 

Lesa meira

7.12.2022 : Vel heppnuð ráðstefna styrkþega æskulýðsáætlana í Osló

Landskrifstofur Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar halda reglulega ráðstefnu þar sem styrkþegum er boðið að taka þátt. Þarna voru styrkþegar þeirra æskulýðsverkefna sem eru enn yfirstandandi. Að þessu sinni fór ráðstefnan fram 28. nóvember – 1. desember í Osló í Noregi.

Lesa meira

5.12.2022 : Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn er í dag!

Af því tilefni býður Rannís upp á kynningarpartý í Stúdentakjallaranum milli kl.20:00 - 22:00 á evrópsku sjálfboðastarfi fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Starfsfólk Rannís mun kynna tækifærin og evrópskir sjálfboðaliðar sem staðsettir eru á Íslandi munu kynna sín verkefni. Boðið verður upp á léttar veitingar og spunahópurinn Eldklárar og eftirsóttar verða með spunaatriði um sjálfboðaliðastarf á ensku.

Lesa meira

2.12.2022 : Íslenskir nemendur líklegri til að halda sig innan Norðurlandanna í Erasmus+ skiptinámi en aðrir norrænir háskólanemar samkvæmt nýrri samanburðarrannsókn

Niðurstöður norrænnar rannsóknar benda til að það er ýmislegt ólíkt á milli háskólanema á Norðurlöndunum sem fara í Erasmus+ skiptinám. Borið var saman hvaða ástæður liggja að baki ákvörðun þeirra að taka þátt í Erasmus+ og hvernig þau upplifðu þátttöku sína. Meðan sum taka þátt í Erasmus+ til þess að upplifa nýtt land, nýja menningu og nýtt tungumál eru önnur sem velja að fara í skiptinám vegna akademískra ástæðna og líta á þátttöku sína í Erasmus+ sem tækifæri til þess að efla sig í námi og starfi. Síðarnefndi hópurinn virðist vera ánægðari með dvöl sína en þau sem völdu að fara vegna menningarlegra ástæðna.

Lesa meira

2.12.2022 : Góður fundur með alþjóðafulltrúum í starfsmenntun

Landskrifstofa og starfsmenntahópur Erasmus+ stóðu fyrir fundi með alþjóðafulltrúum sem starfa á sviði starfsmenntunar í framhaldsskólum og stofnunum þann 21. nóvember síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og deildu þátttakendur þeirri skoðun að gott sé að hittast og ræða málið við aðra sem starfa á sama vettvangi.  

Lesa meira

30.11.2022 : Heimsókn Landskrifstofu Erasmus+ og Eurodesk til Grundarfjarðar

Þann 6. desember heimsækir Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi Grundarfjörð. Tilgangurinn er að veita upplýsingar um tækifæri sem felast í áætluninni, bæði beint til ungs fólks og til starfsfólk í mennta- og æskulýðsmálum staðarins. Kynningar dagsins verða á íslensku, ensku og pólsku.

Lesa meira

28.11.2022 : Ábyrgð okkar allra að taka afstöðu gegn fordómum

Inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi hélt nýlega erindi á vegum

SALTO-miðstöðvaðinnar um inngildingu og fjölbreytileika

Lesa meira

25.11.2022 : European Solidarity Corps auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2023

Evrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2023 í sjálfboðaliðaáætlun sinni. Hún styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.

Lesa meira

23.11.2022 : Auglýst eftir umsóknum í Erasmus+ 2023

Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2023. Af ýmsu er að taka fyrir stofnanir og samtök hér á landi sem vilja efla starfsemi sína í þágu mennta- og æskulýðsmála í samstarfi við önnur lönd. Í fyrsta sinn er nú hægt að sækja um ferðir fyrir starfsfólk í íþróttum.

Lesa meira

22.11.2022 : Tökum þátt í inngildingu: Leiðarvísir um inngildingu fatlaðs fólks í evrópskum æskulýðsverkefnum

Nýjar kynslóðir áætlananna Erasmus+ and European Solidarity Corps Programmes 2021-2027 eru mun meira inngildandi en þær fyrri . Sérstakur fjárstuðningur til að jafna tækifæri, ný verkefnasnið, einfölduð umsóknarferli og fleiri tækifæri til þjálfunar og tengslamyndunar hafa auðveldað áætlununum að ná til ungmenna sem hafa færri tækifæri en félagar þeirra til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Lesa meira

14.11.2022 : Töflustund gefur gull í mund

Á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps starfar fjölbreyttur hópur fólks sem fæst við umsýslu áætlananna frá upphafi til enda.

Lesa meira

8.11.2022 : Ráðstefna á Akureyri um inngildingu á landsbyggðinni

Landskrifstofa Erasmus+ stóð 1.-3. nóvember fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni „Rural Inclusion in Erasmus+“. Ráðstefnan var ætluð kennurum sem starfa í skólum á landsbyggðinni sem hafa áhuga á að bæði efla og alþjóðavæða skólastarfið sitt og samstarfið sín á milli. Samtals voru þátttakendur 56 talsins frá 14 Evrópulöndum. 

Lesa meira

7.11.2022 : Witamy na webinarium o różnorodnych możliwościach

Eurodesk Iceland i Islandzka Narodowa Agencja Programu Erasmus+ serdecznie zaprasza młodych, polskojęzycznych mieszkańców Islandii na sesję internetową na temat możliwości w zakresie mobilności, które czekają na nich w Europie i poza nią.

Lesa meira

2.11.2022 : Kynning á alþjóðlegu samstarfi á sviði starfsmenntunar

Þann 7. desember 2022 kl. 13:00-16:00 að íslenskum tíma verður haldin kynning á alþjóðlegum samstarfsnetum aðila í starfsmenntun, sem er nýjung í Erasmus+. Öllum áhugasömum um tækfæri á alþjóðasamstarfi í starfsmenntun og starfsþjálfun er velkomið að taka þátt, en kynningin fer fram á vefnum. 

Lesa meira

28.10.2022 : Hver er þín skoðun á European Solidarity Corps?

Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir European Solidarity Corps sem þátttakendur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að taka þátt í.

Lesa meira

20.10.2022 : Blönduð hraðnámskeið í brennidepli á Bifröst

Landskrifstofa stóð fyrir fjölþjóðlegum viðburði í Háskólanum á Bifröst dagana 10.-12. október þar sem starfsfólki evrópskra háskóla gafst kostur á að deila reynslu sinni við að skipuleggja og framkvæma blönduð hraðnámskeið í Erasmus+. Um 50 manns frá 21 Evrópulandi tók þátt í viðburðinum. 

Lesa meira

13.10.2022 : Umsóknarfrestur um evrópsk háskólanet opinn til 31. janúar

Evrópsk háskólanet í Erasmus+ takast á við samfélagslegar áskoranir með öflugu alþjóðastarfi. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um háskólanet í fjórða skipti og eru alls 384 milljónir evra til úthlutunar

Lesa meira

11.10.2022 : Fyrsta alþjóðlega ráðstefna Euroguidance haldin 30. nóvember 2022

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar á Íslandi vekur athygli á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu Euroguidance netverksins sem fer fram þann 30. nóvember 2022 í Prag, Tékklandi en verður einnig streymt á netinu. 

Lesa meira

10.10.2022 : Erasmus+ vefstofa um aðild að Erasmus+ áætluninni

Miðvikudaginn 12. október kl. 14:00-15:30 heldur Landskrifstofa Erasmus+ vefstofu um aðild að Erasmus+ áætluninni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og aðrar stofnanir sem starfa á þeim skólastigum.

Lesa meira

26.9.2022 : Evrópski tungumáladagurinn er 26. september!

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 26. september árið 2001, en það ár var tileinkað evrópskum tungumálum. Dagurinn hefur síðan þá verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og miljónir manns víðsvegar um Evrópu skipuleggja eða taka þátt í viðburðum þennan dag með það markmið að efla tungumálafjölbreytileika og hæfni til að tala önnur tungumál. 

Lesa meira
FACEBOOK-POST-1200X627

22.9.2022 : Það styttist í Erasmus daga, 13. - 15. október 2022

Það er aftur komið að þessum frábæra viðburði og nú í sjötta skiptið! 

Lesa meira

21.9.2022 : 35 ára afmæli Erasmus+ fagnað í Brussel

Þann 20. september var mikið um dýrðir í Brussel þegar Erasmus+ fagnaði sínum gæfuríku 35 árum. Á þeim tíma hefur áætlunin snert líf margra milljóna Evrópubúa og eflt samheldni og samstarf þvert á landamæri. Dumitrita Simion þátt í afmælisviðburðinum fyrir Íslands hönd.  

Lesa meira

20.9.2022 : Lestarævintýri um Evrópu fyrir allt ungt fólk – sérstakur umsóknarfrestur 4. október

Vissir þú að DiscoverEU veitir ungu fólki tækifæri til að uppgötva Evrópu með lest? Landskrifstofa kallar eftir umsóknum um styrk fyrir ungt ævintýrafólk sem þarf aukalegan stuðning við að ferðast. 

Lesa meira

7.9.2022 : Viðurkenning á námi erlendis – láttu heyra frá þér!

Um þessar mundir stendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir rannsókn varðandi mat á námsgráðum á háskóla- og framhaldsstigi og þeirri hæfni sem nemendur afla sér við nám og þjálfun erlendis. 

Lesa meira

2.9.2022 : Hægt að sækja um styrki fyrir allar tegundir æskulýðs- og ungmennaverkefna fyrir 4. október

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í allar tegundir styrkja fyrir æskulýðs- og ungmennaverkefni. Umsóknarfresturinn er 4. október og framundan eru kynningarfundir og opið “Application lab” þar sem öllum gefst tækifæri til að fá aðstoð við að móta hugmynd að verkefni og umsókn.

Lesa meira

31.8.2022 : Styrkir veittir til 17 nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna

Þann 25. ágúst var haldinn upphafsfundur fyrir þau samstarfsverkefni sem fengu úthlutað styrk í fyrri umsóknarfresti Erasmus+ árið 2022. Að þessu sinni voru 17 verkefni styrkt um samtals 3.640.000 evrur eða um 512 milljónir króna.

Lesa meira

31.8.2022 : Næsti umsóknar­frestur um samstarfs­verkefni í Erasmus+ er 4. október nk.

Kynnið ykkur umsóknarferlið á fundum um samstarfsverkefni sem haldnir verða þann 5. og 9. september nk. 

Lesa meira

29.8.2022 : Mennta- og menningarsvið þakkar frábærar móttökur á Egilsstöðum

Mennta- og menningarsvið Rannís stóð fyrir opnum kynningarfundi á Austurbrú á dögunum, þar sem Austfirðingum voru kynnt tækifæri innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana. 

Lesa meira

25.8.2022 : Spennandi námskeið um náms- og starfsráðgjöf

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða í sameiningu upp á rafrænt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem kynntar verða grunnhugmyndir um ráðgjöf fyrir fólk sem hyggur á nám erlendis, erlenda nemendur sem eru hér í námi og þá sem snúa heim að námi loknu.

Lesa meira

24.8.2022 : Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill heyra frá þér

Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir Erasmus+ sem almennilegur er hvattur til að taka þátt í.

Lesa meira

23.8.2022 : Starfar þú í fullorðinsfræðslu?

Það er ánægjulegt að tilkynna að EPALE samfélagssöguverkefnið er í gangi og hægt er að taka þátt í því til 30. október 2022! 

Lesa meira

23.8.2022 : Nýtt OLS-kerfi til að efla tungumálakunnáttu þátttakenda

Erasmus+ og European Solidarity Corps bjóða þeim sem fara milli landa vegna náms, þjálfunar og sjálfboðaliðastarfa að kynna sér tungumál og menningu með kerfinu Online Language Support (OLS). Kerfið hefur verið endurbætt til að koma betur til móts við þarfir notenda og veita almenningi grunnaðgang jafnvel þó ekki sé um þátttakendur í áætlununum að ræða. 

Lesa meira

19.8.2022 : Vel heppnuð sumarhátíð unga fólksins!

Hátíðarstemning ríkti í Laugardalnum í gær, fimmtudaginn 18. ágúst, þegar Rannís blés til sumarveislu í sundlauginni í tilefni af Evrópuári unga fólksins.

Lesa meira

9.8.2022 : Verið velkomin á sumarhátíð unga fólksins 18. ágúst!

Í tilefni af Evrópuári unga fólksins munum við hjá Landskrifstofu Erasmus+ og Rannís blása til heljarinnar hátíðar í Laugardalslaug 18. ágúst frá kl. 16. Árið 2022 er tileinkað ungu fólki vegna þess að það leikur lykilhlutverk við að móta framtíð Evrópu. 

Lesa meira

8.8.2022 : Styrkir til verkefna og viðburða á Evrópuári unga fólksins

Valin hafa verið 18 verkefni sem hljóta styrki í tengslum við Evrópuár unga fólksins 2022. Markmiðið með styrkjunum er að skipuleggja viðburði, samkomur eða önnur verkefni þar sem ungt fólk kemur saman til að fjalla um þá málaflokka sem skiptir það máli. 

Lesa meira

4.8.2022 : A new volcanic eruption south-west of Reykjavik

Information for Erasmus+ and ESC participants in the area

Lesa meira

3.8.2022 : Landbúnaðarháskóli Íslands bætist í hóp evrópskra háskólaneta

Í lok júlí tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um úthlutun til evrópskra háskólaneta (e. European Universities) úr Erasmus+ áætluninni. Um er að ræða 16 net sem áður höfðu verið samþykkt auk fjögurra nýrra. Eitt netanna ber heitið UNIgreen og í því á Landbúnaðarháskóli Íslands sæti.

Lesa meira
Hressir unglingar

5.7.2022 : Sumarlokun Erasmus+

Landsskrifstofa Erasmus+ verður lokuð frá og með 11. júlí til og með 5. ágúst. Við opnum aftur 8. ágúst.

Með kærri sumarkveðju,

Starfsfólk Erasmus+

23.6.2022 : Ánægjulegur upphafsfundur

Þann 31. maí var haldinn upphafsfundur í Hannesarholti fyrir þau sem hlutu styrk fyrir samfélagsverkefni European Solidarity Corps og æskulýðsverkefni Erasmus+ í fyrsta umsóknarfresti ársins 2022.  Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki sem námu samtals um 35 milljónum króna.  

Lesa meira

30.5.2022 : Tekið á móti umsóknum um viðburðastyrki tengda ungu fólki til 15. júní

Á Evrópuári unga fólksins er sjónum beint að valdeflingu og virkri þátttöku yngri kynslóðarinnar í samfélaginu. 

Lesa meira

24.5.2022 : Samvinna og upplýsingagjöf lykillinn að inngildandi skiptinámi

Dagana 7. og 8. apríl fór fram ráðstefna í Stokkhólmi undir yfirskriftinni Inclusive Mobility for Higher Education og Landskrifstofunni gafst kostur á að senda tvo fulltrúa frá Íslandi til þátttöku. Inngilding er eitt af forgangsatriðum Erasmus+ og mikilvægt að finna leiðir til að takast á við þær hindranir sem nemendur mæta varðandi þátttöku í áætluninni. 

Lesa meira

12.5.2022 : Verkefni mánaðarins

Jafningjafræðsla eflir ungt flóttafólk!

Maímánuður er helgaður fjölbreytileikanum í Evrópu. Því er tilvalið að nýta tækifærið og varpa ljósi á framúrskarandi Evrópuverkefni sem fór fram hér á Íslandi á vormánuðunum. Verkefnið fól í sér að skapa tengsl milli ungra Íslendinga og ungs fólks sem hefur komið til Íslands sem flóttafólk á síðustu misserum. Unga fólkið sem hópurinn hitti voru á aldrinum 14-20 ára og voru þau frá löndum eins og Afganistan, Palestínu, Íran og Venesúela. 

Lesa meira

12.5.2022 : Styrkjum veitt til 11 nýrra verkefna í European Solidarity Corps

Evrópuáætluninni European Solidarity Corps er ætlað að skapa tækifæri fyrir ungt fólk að hafa jákvæð áhrif á evrópskt samfélag og sýna samstöðu í verki. Nýverið úthlutaði Landskrifstofa um 240.000 evrum til 11 nýrra ESC-verkefna, sem öll stefna að því að takast á við áskoranir samtímans. 

Lesa meira

10.5.2022 : Geðrækt er málið!

Ráðstefnan Geðrækt er málið! var haldin á Grand Hótel þriðjudaginn 3. maí sem hluti af Erasmus+ verkefninu BUILD. Í verkefninu hafa Píeta samtökin og Hafnafjarðarbær unnið með samstarfsaðilunum Athena frá Írlandi og Social Innovation Fund frá Litháen. 

Lesa meira

9.5.2022 : Frábær eftirspurn í nám og þjálfun í Evrópu á árinu

Ferðatöskur landsmanna hafa ef til vill staðið óhreyfðar í nokkuð langan tíma en nú má með sanni segja að hugurinn leiti út fyrir landsteinana. Samtök og stofnanir á sviði æskulýðs- og menntamála hafa undanfarna mánuði verið að þróa metnaðarfull verkefni til náms og þjálfunar á erlendri grundu. Fyrstu úthlutanir ársins lofa góðu því Landskrifstofa hefur veitt tæplega 4,7 milljónir evra í Erasmus+ styrki það sem af er ári. 

Lesa meira

6.5.2022 : Ungt fólk og Evrópa - innsýn í líf Íslendinga í Brussel

Vissir þú að ungt fólk hefur ýmis tækifæri til að fá starfsreynslu hjá evrópskum og alþjóðlegum stofnunum? Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí og Evrópuári unga fólksins langar okkur á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps að kynnast betur ungum Íslendingum sem starfa á fjölbreyttum vettvangi í Brussel í Belgíu.

Lesa meira

6.5.2022 : Árið 2022 er Evrópuár unga fólksins

Eftir tvö ár af heimsfaraldri er kominn tími til að horfa björtum augum fram á veginn. Til að undirstrika mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í að móta evrópskt samfélag hefur Evrópusambandið ákveðið að tileinka árið 2022 ungu kynslóðinni, framtíðarsýn hennar og þeim málefnum sem snerta hana mest. Árið 2022 er árið sem raddir ungs fólks fá að heyrast. 

Lesa meira

28.4.2022 : Rannís á Akureyri - Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Akureyri heim og býður til hádegisfundar í Hofi, miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00–13:00.

Lesa meira

20.4.2022 : Innspýting í sjálfboðaliða­störf ungs fólks

Áætlanir eins og European Solidarity Corps skapa tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir. Þann 6. apríl lagði Evrópuráðið fram tilmæli um sjálfboðastörf ungs fólks sem felur í sér að auka eigi gæði þessara starfa og gera þau meira inngildandi.

Lesa meira

11.4.2022 : Ný síða um viðbrögð vegna innrásar Rússlands í Úkraínu

Á vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með upplýsingum um stuðning Erasmus+ og European Solidarity Corps við fólk á flótta.

Lesa meira
Copy-of-DiscoverEU-Instagram-insert-DiscoverEU-National-logo

7.4.2022 : Opið fyrir umsóknir í DiscoverEU

Evrópusambandið hefur undanfarin ár gefið 18 ára ungmennum tækifæri til að ferðast um Evrópu með lest, í gegnum frumkvæðisverkefnið DiscoverEU. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki færi á að ferðast á umhverfisvænan hátt um Evrópu, opna huga sinn gagnvart annarri menningu og kynnast nýju fólki.

Lesa meira

17.3.2022 : „Algerlega æðislegt og ég myndi gera þetta hundrað prósent aftur og aftur“

Í byrjun ársins kom út rannsókn á gengi nemenda sem fá styrk úr Erasmus+ fyrir starfsþjálfun í Evrópu. Rannsóknin skoðaði upplifun Erasmus+ nema í starfsþjálfun og voru niðurstöðurnar jákvæðar. Hún sýnir að Erasmus+ starfsþjálfun er frábært tækifæri fyrir nemendur og nýútskrifaða sem eru að læra verknám í framhaldsskólum. 

Lesa meira

10.3.2022 : Rannís tekur þátt í nýju verkefni um raunfærnimat

Austurríska verkefnið INterconnection/INnovation/INclusion: Austrian contributions to the EHEA 2030 (3-IN-AT-PLUS) hlaut nýverið styrk úr þeim hluta Erasmus+ áætlunarinnar sem ætlað er að styðja yfirvöld á Evrópska háskólasvæðinu við að ná markmiðum Bologna ferlisins. 

Lesa meira

8.3.2022 : Könnun um viðhorf ungs fólks í garð starfsþjálfunar

Hefur þú farið í starfsnám eða starfsþjálfun til að auka færni þína á vinnumarkaði? Evrópusambandið vill heyra af reynslu þinni. 

Lesa meira

28.2.2022 : Komdu í kaffi með Erasmus+

Fimmtudaginn 3. mars milli kl. 14 og 15 ætlum við að vera með létt spjall um tækifærin sem hægt er að sækja um fyrir næsta frest, sem er 23. mars næstkomandi.  Lesa meira

25.2.2022 : Skilaboð frá Landskrifstofu vegna innrásar í Úkraínu

Vegna stöðunnar í Úkraínu vill Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 

Lesa meira
Teymid-

25.2.2022 : Verkefni mánaðarins

European Solidarity Corps veitir styrki fyrir verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og snjallsímaforritið Geðblær er svo sannarlega gott dæmi um það. Aðalmarkmiðið forritsins er að auðvelda fólki að fræðast meðal annars um geðraskanir og geðheilsu. Við tókum tali Sóleyju Berg, verkefnastjóra hjá Samfés en hún er konan á bakvið hugmyndina að forritinu. 

Lesa meira

24.2.2022 : Viltu breyta heiminum? European Solidarity Corps verkefni tengd mannúðaraðstoð nú í boði utan Evrópu fyrir 18-35 ára

Ungt fólk á aldrinum 18-35 ára getur nú sótt um European Solidarity Corps styrk til þess að veita mannúðaraðstoð utan Evrópu og þannig stuðlað að friði og þróun í heiminum

Lesa meira
Ollum-tix-800x600-2_1645030735138

17.2.2022 : Öllum til heilla, viðburðarröð Reykjavíkur Akademíunnar

Öllum til heilla er samtal um mikilvægi samfélagslista og mun inn­gildingar­fulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ flytja erindi þann 13. apríl um inngildingu í áætluninni, mikilvægi hennar og stefnumótunarvinnu landskrifstofunnar.

Lesa meira

16.2.2022 : Evrópska starfsmenntavikan verður haldin 16.- 20. maí 2022

Starfsmenntavikan er haldin ár hvert og miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í evrópsku starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu.

Lesa meira

8.2.2022 : Við erum að leita að matsfólki!

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2022.

Lesa meira

7.2.2022 : Grænar áherslur í Erasmus+ og grænir skólar

Evrópsk ráðstefna haldin í Potsdam í Þýskalandi 4-6. maí 2022

Lesa meira
People-g4eebfc5da_1920

3.2.2022 : Framtíðarsýn fyrir háskóla kynnt í nýrri Evrópustefnu á dögunum

Evrópskir háskólar eru á krossgötum í kjölfar heimsfaraldurs og gegna lykilhlutverki í að takast á við áskoranir eins og hlýnun jarðar, stafræna umbyltingu og hækkandi aldur þjóða. Nýrri evrópskri háskólastefnu er ætlað að styðja þá í að leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbærni og seiglu í álfunni.  

Lesa meira
Runa-Gudny-Jon-Svanur

27.1.2022 : Erasmus+ verkefni mánaðarins

Erasmus+ verkefni mánaðarins kemur frá Dalvíkurskóla, en skólinn hlaut nýverið Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu. Verkefnið samræmist vel einni af áherslum nýrrar Erasmus+ áætlunarinnar, sem er notkun stafrænna aðferða í námi. Við tókum Guðnýju S. Ólafsdóttur, kennara og verkefnastjóra í Dalvíkurskóla, tali.

Lesa meira
Remote-working-gb27272975_1920

19.1.2022 : Verið velkomin á vefstofur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps í febrúar 2022

Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2022. Hér er um ýmis fjölbreytt tækifæri fyrir mennta- og æskulýðsstarf í Evrópu að ræða, og Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur skipulagt röð af vinnustofum fyrir ólíka markhópa sem ætlað er að varpa ljósi á þau.

Lesa meira
Pexels-vicky-tran-1745766

14.1.2022 : Erasmus+ framsækin samstarfsverkefni 2022 (Forward-Looking Projects 2022)

Við vekjum athygli á upplýsingafundi sem haldinn verður á netinu þann 18. janúar næstkomandi á vegum framkvæmdastjórnar ESB (EACEA). Fundurinn er tileinkaður framsæknum samstarfsverkefnum (Forward-Looking Projects), sem eru verkefni þar sem lögð er áhersla á nýjungar sem geta haft víðtæk áhrif. Krafist er samstarfs opinberra aðila og einkaaðila þar sem saman koma bæði rannsakendur og notendur á því sviði sem unnið er með.

Lesa meira
Farabara_

4.1.2022 : Rannís hýsir tvær upplýsingaveitur fyrir ungt fólk og námsmenn

Þekkir þú einhvern sem er að hugsa um að fara í nám eða langar í skemmtilega reynslu erlendis? Þá gætu þessar upplýsingaveitur komið að gagni.

Lesa meira

3.1.2022 : Starfsemi Rannís er í fullum gangi en lokað er fyrir komur á skrifstofu

Rannís hefur lokað tímabundið fyrir komur á skrifstofu sína að Borgartúni 30 vegna samkomutakmarkana og útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica