Vottun á náms- og þjálfunarverkefnum í starfsmenntun hefur verið veitt síðan árið 2015. Skólar og stofnanir sem sýnt hafa fram á reynslu af stjórnun Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna á sviði starfsmenntunar sem og mjög góðan árangur hafa fengið vottun.
Lesa meiraÞjóðir heims hafa skuldbundið sig til að veita nemendum menntun sem tryggir að þeir öðlist færni til að efla sjálfbæran lífstíl, alheimsvitund og virðingu fyrir menningarlegri fjölbreytni með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meiraKynningarfundur um mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og Nordplus, norrænu menntaáætlunina, verður haldinn fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 14.30-16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík.
Lesa meiraTímarit ECVET (ECVET Magazine) er nýkomið út. ECVET er verkefni ESB í starfsmenntun, þar sem lögð er áhersla á að starfsmenntanemar fái metna þá hæfni sem þeir afla sér erlendis þegar heim er komið.
Lesa meiraÍ október fór fram kynningarviðburður í Stokkhólmi um þá möguleika sem háskólum stendur til boða til samstarfs við lönd utan Evrópu innan Erasmus+. Rannís stóð að viðburðinum ásamt landskrifstofum Erasmus+ í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi.
European Solidarity Corps áætluninni er ætlað að skapa ný tækifæri fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára og mæta þeim áskorunum sem ungt fólk í Evrópu stendur frammi fyrir í dag
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2020.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn ESB auglýsir styrki til þeirra sem starfa að menntun fullorðinna. Styrkir geta verið frá 400.000 evrum til 500.000 evra að hámarki.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn ESB auglýsir styrki til þess að koma á fót samstarfi fjölbreytts hóps aðila í starfsmenntun til þróunar og nýsköpunar í starfsmenntun (Centres of Vocational Excellence).
Lesa meiraFramkvæmdastjórn ESB stendur um þessar mundir fyrir opnu samráði um óformlegt og formlaust nám (raunfærnimat)
Lesa meiraRáðstefna um jöfn tækifæri í Erasmus+ fór fram föstudaginn 11. október í Menntaskólanum í Kópavogi. Erasmusdagar eru haldnir árlega víða um Evrópu til að vekja athygli á öllum þeim góðu verkefnum og starfi sem er styrkt af Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál. Íslenski viðburðurinn var að þessu sinni helgaður málefnum þeirra hópa sem hafa færri tækifæri og vakin athygli á því markmiði Erasmus+ að efla þátttöku þeirra í tækifærum erlendis og í samfélaginu í heild.
Lesa meira„Engin þjóð hefur af jafn miklum þrótti nýtt sér tækifærin til margvíslegra menningarlegra samskipta á sviði lista, rannsókna, kennslu og náms og Íslendingar“ segir í skýrslu starfshóps utanríkisráðherra um EES-samninginn sem birt var á vef Alþingis í vikunni. Skýrslan er ein viðamesta úttekt sem gerð hefur verið á umfangi og ávinningi EES-samningsins síðan hann tók gildi fyrir aldarfjórðungi. Hún var gerð að beiðni Alþingis í þeim tilgangi að greina kosti og galla EES-aðildar og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Niðurstaðan er afdráttarlaus: EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum.
Lesa meiraÞann 14. október verður haldin málstofa í tilefni af Evrópsku starfsmenntavikunni í húsi Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, Reykjavík frá kl. 10:00 til 11:30.
Lesa meiraVegna tæknilegra örðugleika hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn sem áður var 1. október um eina viku, eða til 8. október 2019 (kl. 10 að morgni að íslenskum tíma eins og áður).
Lesa meiraEitt af markmiðum Erasmus+ er að tryggja jafnt aðgengi að áætluninni, ekki síst þeim sem búa við skert tækifæri eða mæta hindrunum, hvort sem um er að ræða menningarlegum, félagslegum, landfræðilegum eða heilsufarlegum. Þannig býður Erasmus+ upp á margvíslegan stuðning til að auka aðgengi að tækifærum erlendis og hérlendis og styrkir verkefni sem stuðla að jöfnum tækifærum og fjölbreytni í samfélaginu.
Lesa meiraÁ þessu ári varð Ísland formlega aðili að nýrri áætlun á sviði sjálfboðastarfs ungs fólks, European Solidarity Corps. Vakin er athygli á að næsti umsóknarfrestur er til 1. október nk.
Lesa meiraRannís hefur úthlutað úr mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar um 4,7 milljónum evra eða um 650 milljónum króna til 18 evrópskra samstarfsverkefna og þátttöku íslenskra skóla í 39 skólaverkefnum. Mest aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla og ánægjulegt að sjá góða þátttöku af öllu landinu.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þremur þátttakendum á tengslaráðstefnuna Creative arts as a path to inclusion. Ráðstefnan verður haldin í Düsseldorf, Þýskalandi, dagana 10.-13. okt. nk.
Lesa meiraTækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningarmála verða kynnt á Norðurlandi 28.-29. ágúst 2019, auk þess sem fulltrúar áætlana verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.
Lesa meiraAuglýstur er opinn umsóknarfrestur fyrir Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefni á sviði starfsmenntunar. Um er að ræða viðbótarumsóknarfrest árið 2019 og rennur hann út 1.október 2019.
Lesa meiraHvað eru Erasmus dagar?
Erasmus dagar eða #ErasmusDays er þriggja daga viðburður sem haldinn verður 10-12. október n.k.. Á þessum þrem dögum verður Erasmus+ áætluninni fagnað og hundruðir viðburða munu eiga sér stað um alla Evrópu. Erasmus dagar eru frábært tækifæri fyrir þátttökuaðila og áhugasama til þess að skipuleggja eða taka þátt í viðburðum, deila reynslu sinni og læra meira um Erasmus+
Lesa meiraMennta- og menningarmálaráðuneytið og Rannís hófu nýverið þátttöku í nýju Erasmus+ verkefni, sem ber heitið Recognition of Prior Learning (RPL) in Practice. Stjórn verkefnisins er í höndum Swedish Council for Higher Education (UHR) en einnig eiga aðild að því stofnanir í Austurríki, Írlandi, Króatíu og Belgíu.
Lesa meiraÞeir kennarar sem tóku þátt í eTwinning verkefnum á síðasta skólaári geta nú sótt um gæðamerki eTwinning. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2019.
Lesa meiraÁrlegur fundur ECVET ráðsins var haldin í Rotterdam, Hollandi daganna 20. til 21. Júní. Áhrifavaldar úr atvinnulífi og menntakerfinu í Evrópu komu saman og ræddu um starfsnám og samspil menntakerfa og atvinnulífsins og hvernig hægt er að gefa færniviðmiðum vægi gildi milli landa.
Lesa meiraAldrei hefur verið úthlutað eins miklu fjármagni og í ár og er heildarupphæðin 10% hærri en árið 2018. Úthlutað var til 48 fjölbreyttra verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.
Lesa meiraMiðvikudaginn 12. júní næstkomandi milli klukkan 13-16 verður opið hús á skrifstofu Rannís að Borgartúni 30 fyrir verkefnisstjóra sem eru að vinna í Mobility Tool í Erasmus+ verkefnum.
Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna líta dagsins ljós í dag, sem báðar sýna að Erasmus+ hjálpar nemendum að ná árangri í lífi og starfi og styður nýsköpun og jöfn tækifæri innan háskólasamfélagsins
Lesa meiraNám erlendis krefst undirbúnings hvort sem um er að ræða skiptinám, starfsþjálfun eða fullt nám til gráðu. Samt sem áður vill það verða svo að þegar nemendur ljúka stúdentsprófi eru þeir ekki að fullu meðvitaðir um þann heim af tækifærum sem standa þeim til boða erlendis í framhaldinu. Þess vegna hefur Rannís hafið kynningarherferð sem miðar að því að auka vitund ungs fólks um leiðir til að fá alþjóðlega reynslu á háskólstiginu.
Lesa meiraHrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands hafa bæst í hóp þeirra skóla sem hafa fengið eTwinning viðurkenningu. Í fyrra fengu fjórir skólar sömu viðurkenningu og eru eTwinning skólar á Íslandi því orðnir sex talsins.
Lesa meiraRannís, sem landskrifstofa Erasmus+, stendur ásamt hinum norrænu landskrifstofunum fyrir tveggja daga kynningarviðburði í október um þá möguleika sem háskólum stendur til boða í samstarfi við lönd utan Evrópu.
Lesa meiraÍslenskir umsækjendur geta nú sótt um í European Solidarity Corps – samstarfsáætlun Evrópusambandsins sem styrkir sjálfboðaliða og samfélagsverkefni.
Lesa meiraVerkefnastjórar og einstaklingar sem hlotið hafa styrk úr Erasmus+ áætluninni skipuleggja sjálf sínar ferðir, hvort sem um er að ræða verkefni um nám og þjálfun eða samstarfsverkefni.
Lesa meiraVefumsóknarkerfi Erasmus+ hefur átt við tæknilega örðugleika að stríða síðasta sólarhringinn og hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins því ákveðið að framlengja KA2 umsóknarfrestinn í menntahluta Erasmus+ sem vera átti 21. mars til þriðjudagsins 26. mars kl. 11 að íslenskum tíma (kl. 12 í Brussel).
Lesa meiraVegna tæknilegra örðugleika hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn sem áður var 5. febrúar um eina viku, eða til 12. febrúar 2019 (kl. 11 að morgni að íslenskum tíma eins og áður).
Bretland er á leið úr Evrópusambandinu en ekki er að fullu ljóst hvernig útgöngunni verður háttað. Eftir að útgöngusamningur bresku ríkisstjórnarinnar var felldur í þinginu þann 15. janúar hafa líkur aukist á því að Bretar fari úr sambandinu án samnings (svokallað hart Brexit). Af því tilefni hefur ESB gefið út áætlun um útgöngu án samnings sem snýr meðal annars að framkvæmd Erasmus+.
Lesa meiraErasmus+ nýtur sívaxandi vinsælda meðal Evrópubúa, samkvæmt nýrri skýrslu sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út um framkvæmd áætlunarinnar á árinu 2017. Fjármagnið fer hækkandi með hverju ári og því var hægt að gefa hátt í 800.000 manns tækifæri til að sinna námi, þjálfun og sjálfboðastörfum í útlöndum árið 2017, eða 10% fleirum en árið áður. Stofnanir og samtök í Evrópu njóta einnig góðs af Erasmus+ samstarfsverkefnum, en 22.400 verkefni voru styrkt þetta árið.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ verður með OPIÐ HÚS fyrir umsækjendur 1. febrúar á 1. hæð í Borgartúni 30.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ leggur ríka áherslu á aðstoð við umsækjendur á landsbyggðinni.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+/Rannís verður með námskeið og æfingu í gerð umsókna um Erasmus+ samstarfsverkefni, fimmtudaginn 7.febrúar kl 14 í Borgartúni 30.
Lesa meiraStyrkþegafundur vegna úthlutunar úr umsóknarfresti í október 2018
Lesa meiraÞriðja evrópska starfsmenntavikan var haldin dagana 5. – 9. nóvember 2018.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.