Fréttir: desember 2024

18.12.2024 : Erasmus+ og ESC kynningarfundir, vefstofur og hugmyndasmiðjur fyrir umsækjendur

Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2025 og eru fyrstu frestir ársins í febrúar og mars. 

Lesa meira
Geggjadur-blar-litur

18.12.2024 : Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2024

Stóru-Vogaskóli hefur skarað fram úr með verkefninu „Basta Carbo!“ sem var valið besta eTwinning verkefni ársins 2024. Verkefnið, undir stjórn Marc Portal kennara, sameinaði íslenska nemendur og kennara við skóla í Ítalíu og Frakklandi til að vinna að sjálfbærni og umhverfisvitund.

Lesa meira

16.12.2024 : Nýjar leiðbeiningar fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps umsækjendur um grænar áherslur og stafræna þróun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýjar leiðbeiningar um grænar og stafrænar áherslur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) verkefni. Leiðbeiningarnar hjálpa umsækjendum að samræma verkefni sín við markmið áætlananna um að efla stafræna færni um alla Evrópu og gera álfuna vistvæna og sjálfbæra. Landskrifstofan hvetur umsækjendur til að skoða leiðbeiningarnar og nýta sér þær í verkefnum sínum. 

Lesa meira
Untitled-design-11-

13.12.2024 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Ráðstefnur í Hague og Graz

Ertu kennari í framhaldsskóla eða tungumálakennari með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tækifæri til að fara annars vegar á ráðstefnu í Hague 3.-5. apríl fyrir framhaldsskólakennara og hins vegar til Graz 9.-11. apríl fyrir tungumálakennara

Lesa meira

11.12.2024 : Evrópskir sjálfboðaliðar í þágu íslensks samfélags

5. desember er tileinkaður sjálfboðaliðum og þeirra óeigingjarna starfi í þágu samfélagsins. Til að fagna deginum stóð Landskrifstofa European Solidarity Corps á Íslandi fyrir sérstökum viðburði þar sem áhersla var lögð á samstöðu og samfélagsleg áhrif evrópskra sjálfboðaliða sem taka þátt í European Solidarity Corps á Íslandi. Hann var skipulagður í samstarfi við Eurodesk og Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.

Lesa meira

10.12.2024 : Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ loka skrifstofunni yfir hátíðirnar frá og með 23. desember og fram yfir áramót. Við opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar 2025. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. 

Lesa meira

5.12.2024 : Opið fyrir umsóknir um styrki til sjálfboðaliða- og samfélagsverkefna í European Solidarity Corps

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2025 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi. 

Lesa meira

4.12.2024 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Starfsfræðsla á Norðurlöndunum

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 24. janúar 2025 kl. 09:00-10:15 verður fjallað um starfsfræðslu á Norðurlöndunum. 

Lesa meira

3.12.2024 : Kennarar í íslenskum skólum hljóta eTwinning gæðamerki fyrir framúrskarandi verkefni

Á þessu ári hlutu sex íslenskir kennarar gæðamerki eTwinning fyrir framúrskarandi eTwinning verkefni, með alls sex National Quality Label (NQL) og fimm European Quality Label (EQL). Þessi gæðamerki eru veitt til að viðurkenna fagmennsku, nýsköpun og gæði alþjóðlegra samstarfsverkefna í menntakerfinu. Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu fyrir besta eTwinning verkefnið árið 2024. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica