Lokahátíð og afmælisráðstefna var haldin í þann 14. desember síðastliðinn í EGG ráðstefnuhöllinni í Brussel. Þar komu saman Erasmus+ styrkþegar frá fjölmörgum þátttökulöndum, starfsfólk landskrifstofa og fulltrúar félagasamtaka og stofnana víðsvegar í Evrópu.
Lesa meiraStoðverkefnið Eurodesk skipulagði heimsókn til Grundarfjarðar á dögunum og kynnti tækifæri erlendis fyrir ungt fólk á staðnum. Kynningarnar voru gerðar í samstarfi við Alicju Chajewsku sem býr á Grundarfirði og voru því í boði á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
Landskrifstofur Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar halda reglulega ráðstefnu þar sem styrkþegum er boðið að taka þátt. Þarna voru styrkþegar þeirra æskulýðsverkefna sem eru enn yfirstandandi. Að þessu sinni fór ráðstefnan fram 28. nóvember – 1. desember í Osló í Noregi.
Lesa meiraAf því tilefni býður Rannís upp á kynningarpartý í Stúdentakjallaranum milli kl.20:00 - 22:00 á evrópsku sjálfboðastarfi fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Starfsfólk Rannís mun kynna tækifærin og evrópskir sjálfboðaliðar sem staðsettir eru á Íslandi munu kynna sín verkefni. Boðið verður upp á léttar veitingar og spunahópurinn Eldklárar og eftirsóttar verða með spunaatriði um sjálfboðaliðastarf á ensku.
Lesa meiraNiðurstöður norrænnar rannsóknar benda til að það er ýmislegt ólíkt á milli háskólanema á Norðurlöndunum sem fara í Erasmus+ skiptinám. Borið var saman hvaða ástæður liggja að baki ákvörðun þeirra að taka þátt í Erasmus+ og hvernig þau upplifðu þátttöku sína. Meðan sum taka þátt í Erasmus+ til þess að upplifa nýtt land, nýja menningu og nýtt tungumál eru önnur sem velja að fara í skiptinám vegna akademískra ástæðna og líta á þátttöku sína í Erasmus+ sem tækifæri til þess að efla sig í námi og starfi. Síðarnefndi hópurinn virðist vera ánægðari með dvöl sína en þau sem völdu að fara vegna menningarlegra ástæðna.
Landskrifstofa og starfsmenntahópur Erasmus+ stóðu fyrir fundi með alþjóðafulltrúum sem starfa á sviði starfsmenntunar í framhaldsskólum og stofnunum þann 21. nóvember síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og deildu þátttakendur þeirri skoðun að gott sé að hittast og ræða málið við aðra sem starfa á sama vettvangi.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.