Þann 11. janúar næstkomandi stendur Rannís í samvinnu við SSNE fyrir hádegisverðarfundi kl. 12:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Kynningum verður skipt eftir sviðum; menntasjóðir, æskulýðssjóðir, menningarsjóðir, rannsóknir og nýsköpun (Tækniþróunarsjóður og skattfrádráttur).
Lesa meiraInformation for Erasmus+ and ESC participants in the area.
Lesa meiraÁrið er senn á enda og jólahátíðin á næsta leiti. Starfsfólk Landskrifstofu óskar umsækjendum og styrkhöfum árs og friðar og minnir á spennandi sóknarfæri á nýju ári.
Lesa meiraUpplýsingastofa um nám erlendis og SÍNE standa fyrir kynningarfundi um nám erlendis, þriðjudaginn 19. desember kl. 16:00 á Kex hostel.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2024 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.
Lesa meiraFimmtudaginn 7. desember kl. 14:30 hjá Rannís, Borgartúni 30.
Langar þig að fræðast um Erasmus+ áætlunina og þau tækifæri sem eru í boði með óformlegu kaffispjalli á aðventunni?
Lesa meiraEvrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2024. Alls munu 4,3 milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af 13 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mótað stefnu um framtíð náms og þjálfunar erlendis: Evrópu á ferð og flugi eða „Europe on the Move“. Hún snýr að því að auka til muna fjölda þeirra nemenda sem læra eða hljóta þjálfun í öðru Evrópulandi.
Lesa meiraSkref í átt að inngildandi alþjóðavæðingu á háskólastiginu (e. Moving closer to inclusive internationalization in Higher Education) var titill ráðstefnu sem fimm þátttakendur frá Íslandi tóku þátt í dagana 8.-10. nóvember 2023. Ráðstefnan var afurð samstarfs landskrifstofa undir yfirheitinu Inngilding á háskólastigi (e. Social Inclusion in Higher Education) sem hefur síðastliðin þrjú ár unnið að málefnum sem snúa að inngildingu innan Erasmus+ á háskólastigi.
Lesa meiraNýr vefur Upplýsingastofu um nám erlendis, Farabara.is , fór í loftið á dögunum í stórlega endurbættri útgáfu sem virkar mun betur í snjalltækjum en áður. Farabara.is er alhliða upplýsingavefur fyrir öll þau sem hyggja á nám erlendis.
Lesa meiraVerzlunarskóli Íslands hlaut á dögunum Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu fyrir verkefnið „Technology in Education and Every Day Life – The Path to Digital Citizenship. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 14. nóvember á KEX Hostel og við sama tilefni voru veittar gæðaviðurkenningar eTwinning.
Lesa meiraÞann 14. nóvember fór fram evrópsk verðlaunaafhending fyrir nýsköpun í menntun. Þar veitti forstöðumaður Rannís, Ágúst H. Ingþórsson Evrópumerkið fyrir hönd mennta- og barnamálaráðherra, en það er viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálakennslu.
Lesa meiraMálstofa um alþjóðastarf í starfsmenntun verður haldin á Nauthóli, mánudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:30. Kynnt verður rannsókn sem gerð var meðal nemenda í starfsmenntun sem hafa farið í starfsþjálfun til Evrópu með styrk frá Erasmus+ áætluninni, en þau telja reynsluna verulega verðmæta, bæði faglega og félagslega.
Lesa meiraInformation for Erasmus+ and ESC participants in the area
Lesa meiraEuroguidance og Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða til morgunverðarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa, miðvikudaginn 22. nóvember.
Lesa meiraÍ síðustu viku hélt Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi námskeið fyrir inngildingarfulltrúa annarra landskrifstofa í samstarfi við SALTO-miðstöðvarinnar um inngildingu og fjölbreytileika. Þema námskeiðsins að þessu sinni var and-rasismi en námskeiðið er liður í fræðsluröð SALTO með þessu sama þema sem lýkur með námskeiði fyrir æskulýðsstarfsfólk í Dublin í desember.
Lesa meiraÞessi vika er tileinkuð starfsmenntun og kynnt sérstaklega sem evrópska starfsmenntavikan, eða European VET Skills Week.
Lesa meiraVegna aðstæðna vill Landskrifstofa Erasmus+ og European Solidarity Corps koma eftirfarandi atriðum á framfæri.
Bæði Ísrael og Palestína geta tekið þátt í ýmsum hlutum Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) áætlananna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Landskrifstofan hefur eru engir þátttakendur á vegum íslenskra Erasmus+ og ESC verkefna stödd í Ísrael eða Palestínu.
Lesa meiraÁ sumarmánuðum fór fram úthlutun styrkja til 18 samstarfsverkefna sem eru nú að hefja göngu sína. Við þetta tilefni hittust verkefnisstjórar og starfsfólk Landskrifstofu á Hilton Nordica þann 5. október og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+.
Lesa meiraSúpufundur með fagfólki í fullorðinsfræðslu miðvikudaginn 18. október kl. 11:30-13:30 á Nauthóli.
Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi stendur fyrir spurningakeppni með Evrópuþema vegna Erasmus daga og Time to Move herferðarinnar. Spurningakeppnin er haldin á Stúdentakjallaranum miðvikudaginn 11. október.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ á Íslandi heldur utan um DiscoverEU happdrætti, á vegum ESB, sem veitir 18 ára ungmennum tækifæri til þess að ferðast um Evrópu með lest. Næsta umferð umsókna stendur yfir frá 4. október 2023 kl. 10:00 að íslenskum tíma, til 18. október 2023 kl 10:00 að íslenskum tíma og geta þau sem eru fædd á tímabilinu 1. janúar 2005 til 31. desember 2005 tekið þátt.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ býður upp á námskeið fyrir þau sem vilja nýta sér Youthpass til að staðfesta þátttöku, meta lærdómsreynslu og sem tæki til ígrundunar í ungmennaskiptaverkefnum.
Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.
Lesa meiraVið hlökkum til að taka á móti umsóknum um fjölbreytt verkefni í Erasmus+ og ESC. Þann 4. október nk. kl. 10 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrki til fjölbreyttra verkefna í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC).
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á Erasmus+ áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 8. desember næstkomandi.
Lesa meiraTveir Íslendingar tóku þátt í alþjóðlegri Erasmus+ ráðstefnu um evrópsk háskólanet sem haldin var fyrr á þessu ári. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Spreading Innovative Results from European University Alliances to Other Higher Education Institutions“ og var haldin í Bergen í Noregi.
Landskrifstofan býður í kaffi mánudaginn 4. september á Ketilkaffi, Akureyri. Þar býðst styrkþegum og áhugasömum umsækjendum að grípa sér kaffibolla, setjast og spjalla við starfsfólk landskrifstofunnar í afslappandi umhverfi. Öll velkomin sem hafa spurningar um áætlunina eða langar að ræða núverandi eða möguleg framtíðar verkefni.
Námskeiðið er um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar og er fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar, íþróttasamtök. Námskeiðið fer fram þann 12. september næstkomandi.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.
Lesa meiraFjórir íslenskir kennarar tóku þátt í ráðstefnunni „Creating Contacts for Accredited Organisations 3.0“ í Svíþjóð í lok apríl. Hér fylgir frásögn þeirra af ferðinni.
Þann 28. til 30. apríl sl. safnaði Framkvæmdastjórn ESB saman hópi almennra borgara í þriðja og síðasta skiptið til að ræða það hvernig auka mætti tækifæri fyrir nám og þjálfun utan landsteina fyrir allt fólk. Þá komu saman 150 borgarar frá 27 Evrópuríkjum sem voru valdir af handahófi til þess að ræða hverjar væru helstu hindranir fyrir hreyfanleika. Niðurstöður hópsins voru 21 tillaga sem hafa það markmið að auka hreyfanleika nemenda, kennara og starfsfólks til útlanda.
Mánudaginn 14. ágúst síðastliðinn, hélt Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi í fyrsta skipti hitting fyrir DiscoverEU ferðalanga, eða svokallað „DiscoverEU Meet-up“. Þetta er annað árið sem Ísland tekur þátt í DiscoverEU, en verkefnið var fært undir Erasmus+ árið 2022.
Lesa meiraLandskrifstofu Erasmus+ var heiður að taka þátt í hápunkti Hinsegin daga 2023, Gleðigöngunni, þann 12. ágúst. Sólin skein skært og fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. En þó að Hinsegin dögum sé lokið er vert að hafa í huga yfirskrift þeirra allt árið um kring: Baráttan er ekki búin. Hún heldur áfram svo lengi sem misrétti fyrirfinnst í samfélaginu og til að leggja henni lið eru ýmsir styrkir í boði.
Lesa meiraUmsóknarfrestur liðinn
Lesa meiraEr þitt félag eða þinn hópur að hugsa um að halda lítinn viðburð eða framkvæma stutt verkefni í haust? Hvort sem það er gestafyrirlestur, pizzupartý eða pílumót getur þú sótt um allt að 200.000 kr. í styrk!
Lesa meiraInformation for Erasmus+ and ESC participants in the area
Lesa meiraSkrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 10. júlí til og með 7. ágúst.
Lesa meiraVilt þú vinna 700 evrur, fá umfjöllun um verkefnið þitt á kynningarrás SALTO og ferðast til Póllands í október? SALTO-verðlaunin eru árlega veitt framúrskarandi verkefni sem hafa hlotið styrk frá Erasmus+ eða European Solidarity Corps á sviði æskulýðsstarfs, menntunar eða þjálfunar.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og barnamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning fyrir 2023 verði veitt í október.
Lesa meiraFerðafrásögn tveggja kennara sem fóru á Erasmus+ tengslaráðstefnu um inngildingu með tæknina að leiðarljósi.
Lesa meiraRáðstefnan Verum græn með Erasmus+ vakti athygli á grænum markmiðum evrópskra samstarfsáætlana miðvikudaginn 7. júní í Veröld, húsi Vigdísar. Um 60 gestir voru í salnum og um 100 gestir fylgdust með í streymi.
Lesa meiraRáðstefna 7. júní 2023 kl.14-17 í Veröld - húsi Vigdísar og í streymi.
Lesa meiraVilhjálmur Árni Sigurðsson er nemandi í 9. bekk í Hörðuvallaskóla og einn af fjölmörgum ungum Íslendingum sem hafa tekið þátt í Erasmus+ í sínu skólastarfi. Hann hefur auk þess sinnt fjölbreyttum verkefnum í leikhúsinu og á hvíta tjaldinu, svo sem aðalhlutverki í íslensku bíómyndinni Abbababb og leik í Kardimommubænum. Við tókum Vilhjálm Árna tali.
Lesa meiraEuropass á Íslandi efndi á dögunum til leiks þar sem þátttakendur bjuggu til rafræna ferilskrá gegnum Europass vefgáttina og sendu inn til Europass á Íslandi.
Lesa meiraÞað má með sanni segja að skólar og samtök séu í ferðahugleiðingum þetta árið. Yfir hundrað umsóknir fyrir hátt í fimm þúsund ferðir til náms og þjálfunar bárust fyrir umsóknarfrestinn í febrúar og nú hefur verið tilkynnt um þær sem hljóta brautargengi. Styrkirnir nema 7,5 milljónum evra, sem jafngildir 1,1 milljörðum íslenskra króna.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um æskulýðsstefnu Evrópusambandsins. Samráðið er opið öllum en ungt fólk og aðrir hagsmunaaðilar eru sérstaklega hvött til þátttöku.
Lesa meiraÍ tilefni af Evrópudeginum 9. maí, blæs Europass á Íslandi til einfaldrar keppni. Vinningshafi hlýtur 100.000 kr. gjafabréf með flugi til Evrópu.
Lesa meiraGóð mæting var á kynningarfund um gæðavottun í European Solidarity Corps áætluninni, sem haldinn var miðvikudaginn 19. apríl síðastliðinn. European Solidarity Corps er evrópsk sjálfboðaliðaáætlun sem gefur ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að hafa jákvæð áhrif í gegnum sjálfboðastarf erlendis eða í eigin nærsamfélagi.
Lesa meiraÞann 23. mars hélt Landskrifstofa Erasmus+ í samstarfi við Rökstóla Samvinnumiðstöð viðburð í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á
Erasmus+ handbók um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni. Inngilding er sérstakt áhersluatriði Erasmus+ áætlunarinnar og er eitt af markmiðunum að öllum séu tryggðir jafnir möguleikar á þátttöku.
Lesa meiraUpphaflegur umsóknarfrestur var 22. mars.
Lesa meiraRáðstefnan verður haldin í Hamburg, Þýskalandi 24.-26. maí 2023. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2023
Lesa meiraFjölþjóðlegar ráðstefnur og vinnustofur veita frábær tækifæri til þess að fara út og efla tengslanetið, sækja innblástur að nýjum Erasmus+ verkefnum og auka þekkingu á ýmsum sviðum.
Lesa meiraUm er að ræða Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll, 16. – 18.mars. Við verðum á staðnum og hlökkum til að sjá sem flest í básnum okkar.
Lesa meiraÍ dag, 15. mars, byrjar DiscoverEU happdrættið á ný.
Lesa meiraMarkmið verkefnaflokksins er að efla nýsköpun í Evrópu með auknu samstarfi og miðlun þekkingar milli starfsmennta, háskóla, rannsókna og atvinnulífs. Nýsköpunarsamstarf gerir menntastofnunum kleift að þróa nám sem tekur mið af færniþörf á vinnumarkaði, ekki síst með áherslu á græna og stafræna færni og frumkvöðlahugsun.
Lesa meiraLandskrifstofa vekur athygli á því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um framtíð náms og þjálfunar erlendis. Markmiðið er að veita almenningi upplýsingar um stefnumótun á þessu sviði og að safna viðhorfum og gögnum sem málinu tengjast.
Lesa meiraÍ lok árs 2022 voru samþykkt sjö ný samstarfsverkefni í Erasmus+ sem hlutu styrki fyrir samtals 580.000 evrur, eða tæpar 90 milljónir íslenskra króna. Landskrifstofa bauð verkefnisstjórum og ábyrgðaraðilum verkefnanna á upphafsfund í Rannís þann 1. febrúar til að skrifa undir samninga, fara yfir helstu atriði verkefnastjórnunar í Erasmus+ og fagna frábærum árangri.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir umsóknum um styrki í Erasmus+. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi skipuleggur tvær vefstofur í febrúar til að kynna evrópsk samstarfsverkefni. Þau bjóða mennta- og æskulýðgeiranum upp á fjölbreytt tækifæri til að innleiða nýjar aðferðir og styrkja starfsemi sína.
Lesa meiraAth! Þessari smiðju hefur verið aflýst af óviðráðanlegum ástæðum.
Landskrifstofa Erasmus+ stendur fyrir hugmyndasmiðju og kynningu þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna með eigin hugmyndir. Hugmyndasmiðjan er ætluð kennurum, stjórnendum, stofnunum, fyrirtækjum, æskulýðssamtökum, sveitarfélögum og öðrum sem hafa áhuga á að sækja um samstarfsverkefni með öðrum löndum í Evrópu.
Lesa meiraVerkefnið nefnist „COCOON – Co-Creating greener futures; developing and transferring innovative bio-design modules for education to accelerate the green transition“. Eins og heitið ber með sér er markmið þess að hraða grænni umbreytingu í hönnunar- og byggingargreinum, sem gerir fólki kleift að finna nýjar leiðir til að búa til umhverfisvænar vörur.
Lesa meiraÞann 12. janúar var haldinn upphafsfundur í Borgartúni 30 fyrir þau sem hlutu styrk fyrir æskulýðsverkefni í Erasmus+ og samfélagsverkefni European Solidarity Corps í seinni umsóknarfrest ársins 2022.
Lesa meiraÞó nokkur tilfelli hafa komið upp undanfarin misseri þar sem sótt hefur verið í sjóði Erasmus+ á fölskum forsendum, bæði hérlendis og erlendis. Landskrifstofa vill af þeim sökum brýna fyrir umsækjendum mikilvægi þess að vanda vel valið á samstarfsaðilum sínum.
Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps fyrir árið 2023. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi mun á næstunni bjóða ólíkum markhópum til kynningarfunda, vefstofa og hugmyndasmiðja til að kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í evrópsku samstarfi í mennta- og æskulýðsstarfi.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og ESC fyrir árið 2025.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.