Landskrifstofan býður í kaffi mánudaginn 4. september á Ketilkaffi, Akureyri. Þar býðst styrkþegum og áhugasömum umsækjendum að grípa sér kaffibolla, setjast og spjalla við starfsfólk landskrifstofunnar í afslappandi umhverfi. Öll velkomin sem hafa spurningar um áætlunina eða langar að ræða núverandi eða möguleg framtíðar verkefni.
Námskeiðið er um ungmennaskipti í æskulýðshluta Erasmus+ áætlunarinnar og er fyrir íþróttafélög, íþróttahreyfingar, íþróttasamtök. Námskeiðið fer fram þann 12. september næstkomandi.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.
Lesa meiraFjórir íslenskir kennarar tóku þátt í ráðstefnunni „Creating Contacts for Accredited Organisations 3.0“ í Svíþjóð í lok apríl. Hér fylgir frásögn þeirra af ferðinni.
Þann 28. til 30. apríl sl. safnaði Framkvæmdastjórn ESB saman hópi almennra borgara í þriðja og síðasta skiptið til að ræða það hvernig auka mætti tækifæri fyrir nám og þjálfun utan landsteina fyrir allt fólk. Þá komu saman 150 borgarar frá 27 Evrópuríkjum sem voru valdir af handahófi til þess að ræða hverjar væru helstu hindranir fyrir hreyfanleika. Niðurstöður hópsins voru 21 tillaga sem hafa það markmið að auka hreyfanleika nemenda, kennara og starfsfólks til útlanda.
Mánudaginn 14. ágúst síðastliðinn, hélt Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi í fyrsta skipti hitting fyrir DiscoverEU ferðalanga, eða svokallað „DiscoverEU Meet-up“. Þetta er annað árið sem Ísland tekur þátt í DiscoverEU, en verkefnið var fært undir Erasmus+ árið 2022.
Lesa meiraLandskrifstofu Erasmus+ var heiður að taka þátt í hápunkti Hinsegin daga 2023, Gleðigöngunni, þann 12. ágúst. Sólin skein skært og fjölmenni var í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. En þó að Hinsegin dögum sé lokið er vert að hafa í huga yfirskrift þeirra allt árið um kring: Baráttan er ekki búin. Hún heldur áfram svo lengi sem misrétti fyrirfinnst í samfélaginu og til að leggja henni lið eru ýmsir styrkir í boði.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.