Þann 6. desember heimsækir Landskrifstofa Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi Grundarfjörð. Tilgangurinn er að veita upplýsingar um tækifæri sem felast í áætluninni, bæði beint til ungs fólks og til starfsfólk í mennta- og æskulýðsmálum staðarins. Kynningar dagsins verða á íslensku, ensku og pólsku.
Inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi hélt nýlega erindi á vegum
SALTO-miðstöðvaðinnar um inngildingu og fjölbreytileika.
Lesa meiraEvrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2023 í sjálfboðaliðaáætlun sinni. Hún styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.
Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2023. Af ýmsu er að taka fyrir stofnanir og samtök hér á landi sem vilja efla starfsemi sína í þágu mennta- og æskulýðsmála í samstarfi við önnur lönd. Í fyrsta sinn er nú hægt að sækja um ferðir fyrir starfsfólk í íþróttum.
Lesa meiraNýjar kynslóðir áætlananna Erasmus+ and European Solidarity Corps Programmes 2021-2027 eru mun meira inngildandi en þær fyrri . Sérstakur fjárstuðningur til að jafna tækifæri, ný verkefnasnið, einfölduð umsóknarferli og fleiri tækifæri til þjálfunar og tengslamyndunar hafa auðveldað áætlununum að ná til ungmenna sem hafa færri tækifæri en félagar þeirra til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.
Lesa meiraÁ Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps starfar fjölbreyttur hópur fólks sem fæst við umsýslu áætlananna frá upphafi til enda.
Landskrifstofa Erasmus+ stóð 1.-3. nóvember fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni „Rural Inclusion in Erasmus+“. Ráðstefnan var ætluð kennurum sem starfa í skólum á landsbyggðinni sem hafa áhuga á að bæði efla og alþjóðavæða skólastarfið sitt og samstarfið sín á milli. Samtals voru þátttakendur 56 talsins frá 14 Evrópulöndum.
Lesa meiraEurodesk Iceland i Islandzka Narodowa Agencja Programu Erasmus+ serdecznie zaprasza młodych, polskojęzycznych mieszkańców Islandii na sesję internetową na temat możliwości w zakresie mobilności, które czekają na nich w Europie i poza nią.
Þann 7. desember 2022 kl. 13:00-16:00 að íslenskum tíma verður haldin kynning á alþjóðlegum samstarfsnetum aðila í starfsmenntun, sem er nýjung í Erasmus+. Öllum áhugasömum um tækfæri á alþjóðasamstarfi í starfsmenntun og starfsþjálfun er velkomið að taka þátt, en kynningin fer fram á vefnum.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.