Fréttir: ágúst 2024

30.8.2024 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Ráðstefnur í Sarajevo og Tallinn!

Ertu kennari í framhaldsskóla, starfsmenntaskóla, leikskóla eða grunnskóla með reynslu af eTwinning? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig! eTwinning á Íslandi býður upp á tvö ótrúleg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum í haust – ein í Sarajevo, Bosníu og Hersegovínu, og önnur í Tallinn, Eistlandi.

Lesa meira
VEFSTOFA

28.8.2024 : Vefstofa um Erasmus+ samstarfsverkefni

Vefstofan er þann 10. september 2024 kl 14:00 og er mikilvægt að skrá sig.

Lesa meira

15.8.2024 : Landskrifstofa Erasmus+ heldur opna vinnustofu um inngildingu þann 29. ágúst frá 10-13.

Vinnustofan er liður í auknum stuðningi við styrkþega og mögulega styrkþega. Næstu umsóknarfrestir eru í október og því vonar landskrifstofan að með stuðningi sem þessum geti fleiri verkefni sótt um inngildingarstyrk eða skipuleggi verkefni sín almennt með meira inngildandi hætti.

Lesa meira

6.8.2024 : Stuðningur háskóla er mikilvæg forsenda fyrir þátttöku hinsegin nemenda í stúdentaskiptum

Um leið og Landskrifstofa óskar okkur öllum gleðilegra Hinsegin daga 2024 minnir hún á að inngilding er einn af hornsteinum Erasmus+ og áhersla lögð á að tækifæri áætlunarinnar nái til fjölbreytts hóps fólks. Það er mikilvægt að öll hafi möguleika til að upplifa líf í nýju landi, enda getur dvöl erlendis haft mikil áhrif á fólk og mótað líf þess til framtíðar. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica