Þegar horft er um öxl má segja að árið sem senn er á enda hafi fært okkur á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps á Íslandi nóg af spennandi viðfangsefnum, bæði viðbúnum og minna fyrirsjáanlegum.
Lesa meiraEvrópumerkið í tungumálum (European Language Label) var afhent 15. desember við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, en það er veitt annað hver ár á Íslandi fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Viðurkenninguna að þessu sinni hlaut verkefnið Telecollaboration sem er samstarfsverkefni milli spænskudeildar Háskóla Íslands og Háskólans í Barcelona í umsjón Pilar Concheiro, stundakennara við HÍ.
Lesa meiraTillögur um sjóði einstaklinga til náms og hins vegar um örnám hafa nú verið samþykktar af framkvæmdastjórn ESB, en báðar eiga þær að efla færni vinnandi fólks og atvinnuhorfur þeirra.
Dagana 10.-12. nóvember var haldið námskeið í Reykjanesbæ fyrir starfsfólk á æskulýðsvettvangi sem var á vegum Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og í fleiri Evrópulöndum. Námskeiðið bar yfirskriftina Empower inclusiv-ability og hafði það að markmiði að auka hæfni þátttakenda til þess að bjóða upp á valdeflandi og inngildandi æskulýðsstarf.
Lesa meiraAuglýst hefur verið eftir umsóknum um evrópsk háskólanet, eða European Universities initiative, fyrir árið 2022. Til úthlutunar eru 272 milljónir evra og hefur upphæðin aldrei verið hærri. Umsóknarfrestur er 22. mars nk. og er sótt um til framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel.
Lesa meiraSenn líður að lokum þessa viðburðaríka árs hjá Erasmus+ og nýtt ár er handan við hornið. Nú hefur Evrópusambandið tilkynnt um umsóknarfresti sem verða í boði árið 2022 og munu færa íslensku mennta- og æskulýðssamfélagi fjölmörg tækifæri til samstarfs utan landsteinanna.
Lesa meiraSérstök vefstofa fyrir starfsfólk íslenskra háskóla um möguleika í Alþjóðavídd Erasmus+ fer fram þann 2. desember, þar sem sérfræðingar frá Evrópusambandinu veita yfirlit yfir styrkjaflokkana sem í boði eru og svara spurningum þátttakenda ásamt starfsfólki Landskrifstofu. Vefstofan gefur einnig tækifæri til að heyra af upplifun íslensks þátttakanda í Erasmus Mundus.
Lesa meiraEvrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2022 í European Solidarity Corps áætluninni sem skapar tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir.
Lesa meiraÁ haustmánuðum voru 14 samstarfsverkefni í Erasmus+ valin úr hópi metnaðarfullra umsókna sem bárust Landskrifstofu fyrr á árinu og var þeim hleypt af stokkunum með opnunarfundi í lok október. Þau marka tímamót því þetta eru fyrstu samstarfsverkefni nýs tímabils í Erasmus+ og endurspegla áherslur þess vel.
Lesa meiraUmsóknarfrestur Erasmus+ um samstarfsverkefni hefur verið færður til 5. nóvember.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís stendur fyrir opnum kynningarfundi á FLAK á Patreksfirði, miðvikudaginn 3. nóvember kl: 17:00.
Lesa meiraMennta- og menningarsvið Rannís sækir Ísafjörð heim og býður til hádegisfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 21. október kl. 12:15 – 13:30.
Lesa meiraEvrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu, voru afhent í fyrsta sinn á Íslandi í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum.
Lesa meiraAllt er vænt sem vel er grænt – líka Evrópusamstarf! Þann 13. október stendur Landskrifstofa fyrir stuttri vefstofu sem ætluð er styrkhöfum í Erasmus+ og European Solidarity Corps og þeim sem hafa hug á að sækja um styrki í þessar áætlanir í framtíðinni.
Lesa meiraÞann 24. september sl. var tilkynnt formlega um áframhaldandi aðild EES/EFTA ríkjanna að nýrri kynslóð samstarfsáætlana Evrópusambandsins 2021-2027, en Rannís hefur umsjón með helstu áætlunum sem Ísland tekur þátt í.
Lesa meiraFyrr í sumar úthlutaði Landskrifstofa styrkjum úr Erasmus+ og European Solidarity Corps eftir fyrsta umsóknarfrest ársins. Þetta var jafnframt fyrsta úthlutun nýs tímabils í báðum áætlunum, sem nær yfir 2021-2027.
Miðvikudaginn 22. september nk. eru tvær vefstofur á dagskrá, annars vegar um Erasmus+ aðild og hinsvegar um umsóknir í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Lesa meiraSamstarfsverkefni gefa íslenskum stofnunum og samtökum tækifæri til að efla nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir gegnum samvinnu við önnur lönd. Eins og í öðrum verkefnaflokkum Erasmus+ er mikil áhersla lögð á verkefni sem færa samfélaginu okkar aukna stafræna færni, virka þátttöku ungs fólks og jöfn tækifæri og fjölbreytileika. Einnig er sjálfbærni í brennidepli og hvatt til samstarfs sem leggur baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið.
Lesa meiraMeð nýju Erasmus+ áætluninni 2021-2027 er í boði spennandi möguleiki þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um aðild að áætluninni. Síðastliðið vor var hægt að sækja um aðild í fyrsta sinn á sviði fullorðinsfræðslu, skóla og starfsmenntunar. Þá voru samþykktar 26 aðildarumsóknir sem tryggja aðgengi að öflugu alþjóðlegu samstarfi í námi og þjálfun.
Lesa meiraÁ vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með gagnlegum upplýsingum um öryggi þátttakenda í verkefnum erlendis. Þar má finna nokkur atriði sem gott er fyrir þátttakendur að hafa í huga bæði fyrir dvöl og meðan á henni stendur, m.a. hvað varðar tryggingar, neyðarnúmer og viðbragðsaðila komi upp alvarleg atvik.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er 4. október nk.
Lesa meiraUmsóknarfresturinn er í æskulýðshluta Erasmus+ og einnig í European Solidarity Corps.
Lesa meiraSkrifstofa Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 12. júlí. Við opnum aftur mánudaginn 9. ágúst. Njótið sumarsins!
Verkefninu Recognition of Prior Learning in Practice lauk nú í apríl. Um er að ræða Erasmus+ verkefni sem leiddi saman stjórnvöld menntamála í ólíkum löndum auk annarra stofnanna sem vinna að raunfærnimati. Verkefnisstjórn var í höndum Universitets- och högskolerådet í Svíþjóð.
Lesa meiraKynningarfundur í beinu streymi frá Brussel 8. júní kl. 12.
Lesa meiraEvrópsk ungmennavika er haldin hátíðleg annað hvert ár til að skapa vettvang fyrir málefni ungs fólks, vekja athygli á tækifærum í Evrópu og deila farsælum árangri í ungmennastarfi. Í venjulegu árferði er þetta hápunktur evrópskra ungmennaviðburða en í skugga heimsfaraldurs eru margir viðburðir í ár haldnir rafrænt. Hér á Íslandi voru sóttvarnaraðgerðir í lágmarki þannig að hægt var að framkvæma flotta viðburði í vikunni.
Lesa meiraMeð aukinni vitund um mikilvægi jafnra tækifæra hefur þörfin vaknað enn frekar á að finna gott íslenskt orð fyrir hugtakið inclusion. Inngilding var nýlega tekið upp á arma Landskrifstofunnar enda er hér um að ræða stórt þema í áætlunum Erasmus+. Landskrifstofan er ekki eina stofnunin sem notar orðið en hægt er að sjá það í orðaforða ýmissa stofnana og samtaka. Þótt einhver klóri sér vafalaust í kollinum yfir orðinu núna þá tekur það alltaf tíma að koma orðum í almenna notkun, eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur bent á í pistli sínum.
Lesa meiraUmsóknarfrestur Erasmus+ um samstarfsverkefni hefur verið færður til 21. maí
Lesa meiraUmsóknarfrestur Erasmus+ í nám og þjálfun hefur verið færður til 18. maí.
Lesa meiraÞað styttist í næsta Erasmus+ umsóknarfrest, sem er þriðjudaginn 11. maí kl. 10:00 að íslenskum tíma. Þessi frestur lýtur að flokknum Nám og þjálfun og er fyrir öll skólastigin og æskulýðsstarf. Föstudaginn 7. maí kl. 11 ætlum við að sitja fyrir svörum um umsóknarferlið.
Lesa meiraFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir könnun meðal styrkhafa Erasmus+ í samstarfi við alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið Ecorys. Þar er sjónum beint að hinu einfaldaða styrkjakerfi áætlunarinnar, sem styðst við einingakostnað fremur en raunkostnað þegar verið er að reikna út styrkupphæðir verkefna.
Lesa meiraVakin er athygli á tvenns konar opnu samráði sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til á sviði menntamála. Annars vegar er um að ræða samráð um sjóði einstaklinga til náms (e. individual learning accounts) og hins vegar um örnám (e. micro-credentials). Í báðum málaflokkum er stefnt að aukinni færni og stuðning fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem nú er lögð aukin áhersla á stafræna og græna starfshætti.
Lesa meiraFyrir hverja? Aðila í starfsmenntun
Hvað? Öndvegissetur
Hvenær? föstudaginn 30. apríl, kl. 7:30 – 10:30
Hvar? Slóð á vefstofuna
Ekki þarf að skrá þátttöku
Verkefnaflokkur: Nám og þjálfun í Erasmus+ (KA1)
Fyrir: Starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og skóla (leik-, grunn-, og framhaldsskóla)
Næsti umsóknarfrestur: 20. Febrúar kl. 11:00
Hvenær: 10. janúar 2024 kl. 14:00.
Hvar: Kynningin verður á Teams og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.
Hvað: Verkefnaflokkur: Samstarfsverkefni (KA2).
Hvenær: 12. janúar 2024 kl. 14:00
Hvar: Kynningin verður á Teams og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.
Fyrir: Æskulýðshluta, háskóla, starfsmenntun, leik-, grunn- og framhaldssskólar og fullorðinsfræðslu.
Hvað: Kynning á DiscoverEU Inclusion Action
Fyrir: Ungt fólk á 18. ári.
Hvenær: 22. janúar kl. 13:00
Hvar: Kynningin verður á Teams og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.
Almenn kynning um samstarfsverkefni í Erasmus+
Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í mennta- og æskulýðshluta Erasmus+. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Lesa meiraEuropean Solidarity Corps áætluninni hefur verið ýtt úr vör fyrir tímabilið 2021-2027 og umsækjendur hér á landi geta farið að kynna sér þau tækifæri sem felast í henni. Um er að ræða styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni, og opnað hefur verið fyrir umsóknir í báðum flokkum.
Tækifærin í mennta- og æskulýðsstarfi í Evrópu eru bæði mörg og fjölbreytt, ekki síst í ár þegar nýtt tímabil í Evrópusamstarfi hefur hafið göngu sína.
Lesa meiraNý tækifæri í Evrópusamstarfi voru kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. apríl kl. 14:00-16:00, þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís, var hleypt af stokkunum.
Lesa meiraMikil tímamót eru í Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála, en nýrri kynslóð Erasmus+ áætlunarinnar hefur verið ýtt úr vör eftir nokkuð langan aðdraganda. Umsækjendur hér á landi geta nú farið að kynna sér hvað ber hæst í Erasmus+ á tímabilinu 2021-2027 og auglýst hefur verið eftir umsóknum fyrir árið 2021. Áætlunin verður kynnt hér á landi á opnunarhátíð sem verður streymt frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00.
Lesa meiraNý tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00 þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís verður hleypt af stokkunum. Kynnið ykkur tækifæri og styrki á vegum Erasmus+, Horizon Europe, European Solidarity Corps og Creative Europe.
Lesa meiraRannís hefur lokað tímabundið fyrir komur á skrifstofu sína að Borgartúni 30 vegna samkomutakmarkana.
Lesa meiraInformation for Erasmus+ participants in the area.
Lesa meiraNú hafa niðurstöður umsóknarfrests um Erasmus+ aðild verið kynntar. Samþykktar voru umsóknir 26 skóla og stofnana um allt land. Starfsfólk landskrifstofu er mjög ánægt með góðar undirtektir sem aðildin hefur fengið og bera þær vitni um bjartsýni meðal skóla og stofnana um áframhaldandi öflugt alþjóðlegt samstarf.
Lesa meiraBirgitta Jeanne Sigursteinsdóttir er sigurvegari #mittErasmus sögukeppninnar sem stóð frá desember 2020 og fram í byrjun febrúar 2021. Birgitta hefur mikla reynslu af þátttöku í verkefnum á vegum Erasmus+ áætlunarinnar. Í upphafi vissi hún ekki hversu umfangsmikil Erasmus+ er og kom það henni því á óvart hvað áætlunin átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar.
Lesa meiraÍ Erasmus+ áætluninni sem lauk í lok árs 2020 var mikil áhersla lögð á aukið aðgengi að Erasmus+. Verkefni áætlunarinnar standa öllum til boða óháð hverjum þeim hindrunum sem þau geta mætt í samfélaginu. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur af þessum sökum farið í átaksverkefni um að ná til breiðari hóps ungmenna, sem felur meðal annars í sér innlend og erlend námskeið auk ráðgjafar um verkefnahugmyndir og umsóknarferli.
Lesa meiraÍ ár hefst nýtt tímabil í sögu Erasmus+ sem gildir árin 2021-2027. Á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum og nánari upplýsingar birtar um þau tækifæri sem verða í boði. Þar sem gert er ráð fyrir óvenju stuttum umsóknarfrestum fyrir Erasmus Mundus og Jean Monnet, viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Lesa meiraNú hefur dómnefnd ráðið ráðum sínum og var úr mörgum góðum færslum að velja. Dómnefndina skipuðu Eva Einarsdóttir, kynningarstjóri Erasmus+, Steinar Júlíusson, hönnuður og Alma Rún Hreggviðsdóttir, nemi í arkitektúr í LHÍ.
Lesa meiraÓhætt er að segja að árið sem leið hafi fært Evrópusamstarfi miklar áskoranir. Mörg verkefni í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) hafa þurft að breyta nálgun sinni á framkvæmdina eða frestað henni. Á þessum óvissutímum hefur Landskrifstofa fundið vel fyrir bjartsýni meðal styrkhafa á að alþjóðlegt samstarf muni blómstra að faraldrinum loknum og skipta sköpum við uppbyggingu samfélagsins.
Lesa meiraÍ ár hefur göngu sína nýtt tímabil í sögu Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) sem gildir til 2027. Byggt verður á þeim mikla árangri sem áætlanirnar hafa náð við að koma á samvinnu og skapa samstöðu í Evrópu.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.