Fréttir: september 2021

Uthlutunarmynd

16.9.2021 : Horfum fram á veginn: fyrstu Erasmus+ verkefni nýrrar áætlunar hefja göngu sína

Fyrr í sumar úthlutaði Landskrifstofa styrkjum úr Erasmus+ og European Solidarity Corps eftir fyrsta umsóknarfrest ársins. Þetta var jafnframt fyrsta úthlutun nýs tímabils í báðum áætlunum, sem nær yfir 2021-2027.

Lesa meira
Pexels-judit-peter-1766604

15.9.2021 : Velkomin á vefstofur í næstu viku

Miðvikudaginn 22. september nk. eru tvær vefstofur á dagskrá, annars vegar um Erasmus+ aðild og hinsvegar um umsóknir í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps.

Lesa meira
Samstarf3nov

10.9.2021 : Nýsköpun í mennta- og æskulýðsmálum með Erasmus+: Umsóknarfrestur um samstarfsverkefni er til 3. nóvember nk

Samstarfsverkefni gefa íslenskum stofnunum og samtökum tækifæri til að efla nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir gegnum samvinnu við önnur lönd. Eins og í öðrum verkefnaflokkum Erasmus+ er mikil áhersla lögð á verkefni sem færa samfélaginu okkar aukna stafræna færni, virka þátttöku ungs fólks og jöfn tækifæri og fjölbreytileika. Einnig er sjálfbærni í brennidepli og hvatt til samstarfs sem leggur baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið

Lesa meira

8.9.2021 : Einfölduð leið að alþjóðastarfi með Erasmus aðild: Umsóknarfrestur er til 19. október kl. 10

Með nýju Erasmus+ áætluninni 2021-2027 er í boði spennandi möguleiki þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um aðild að áætluninni. Síðastliðið vor var hægt að sækja um aðild í fyrsta sinn á sviði fullorðinsfræðslu, skóla og starfsmenntunar. Þá voru samþykktar 26 aðildarumsóknir sem tryggja aðgengi að öflugu alþjóðlegu samstarfi í námi og þjálfun.

Lesa meira
Photo_2021-06-24-16.41.25

3.9.2021 : Ný síða um öryggi þátttakenda

Á vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með gagnlegum upplýsingum um öryggi þátttakenda í verkefnum erlendis. Þar má finna nokkur atriði sem gott er fyrir þátttakendur að hafa í huga bæði fyrir dvöl og meðan á henni stendur, m.a. hvað varðar tryggingar, neyðarnúmer og viðbragðsaðila komi upp alvarleg atvik.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica