Fyrr í sumar úthlutaði Landskrifstofa styrkjum úr Erasmus+ og European Solidarity Corps eftir fyrsta umsóknarfrest ársins. Þetta var jafnframt fyrsta úthlutun nýs tímabils í báðum áætlunum, sem nær yfir 2021-2027.
Miðvikudaginn 22. september nk. eru tvær vefstofur á dagskrá, annars vegar um Erasmus+ aðild og hinsvegar um umsóknir í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Lesa meiraSamstarfsverkefni gefa íslenskum stofnunum og samtökum tækifæri til að efla nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir gegnum samvinnu við önnur lönd. Eins og í öðrum verkefnaflokkum Erasmus+ er mikil áhersla lögð á verkefni sem færa samfélaginu okkar aukna stafræna færni, virka þátttöku ungs fólks og jöfn tækifæri og fjölbreytileika. Einnig er sjálfbærni í brennidepli og hvatt til samstarfs sem leggur baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið.
Lesa meiraMeð nýju Erasmus+ áætluninni 2021-2027 er í boði spennandi möguleiki þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um aðild að áætluninni. Síðastliðið vor var hægt að sækja um aðild í fyrsta sinn á sviði fullorðinsfræðslu, skóla og starfsmenntunar. Þá voru samþykktar 26 aðildarumsóknir sem tryggja aðgengi að öflugu alþjóðlegu samstarfi í námi og þjálfun.
Lesa meiraÁ vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með gagnlegum upplýsingum um öryggi þátttakenda í verkefnum erlendis. Þar má finna nokkur atriði sem gott er fyrir þátttakendur að hafa í huga bæði fyrir dvöl og meðan á henni stendur, m.a. hvað varðar tryggingar, neyðarnúmer og viðbragðsaðila komi upp alvarleg atvik.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.