Fréttir: maí 2024

29.5.2024 : International Tool Fair á Íslandi

International tool fair (ITF) verður haldið í 18. sinn dagana 4.-8. nóvember 2024 og að þessu sinni í Reykjavík. ITF er tengslaviðburður um verkfæri til náms í formlegu og óformlegu námi og í ár er þemað stafræn umbreyting.

Lesa meira

23.5.2024 : Verkefni í Erasmus+ og European Solidarity Corps hafa verið styrkt um 9 milljónir evra það sem af er ári

Landskrifstofa hefur lokið afgreiðslu umsókna sem bárust fyrir fyrsta frest ársins, þann 20. febrúar, og ættu margir umsækjendur að hafa glaðst yfir svarbréfum sem send voru út á dögunum. Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem hafa fengið aðild sína að Erasmus+ áætluninni samþykkta en einnig eru nýliðar í hópi umsækjenda og landfræðileg dreifing góð. 

Lesa meira
Evropusamvinna-1080x1080

8.5.2024 : Evrópusamvinna í 30 ár - málþing og uppskeruhátíð Evrópusamstarfs 8. maí

Miðvikudaginn 8. maí verður Evrópusamvinnu í 30 ár fagnað með málþingi á Grand hótel og uppskeruhátíðar Evrópusamstarfs sem haldin verður í Kolaportinu milli kl. 14-18.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica