Fréttir: júní 2024

27.6.2024 : Hvernig geta háskólar nýtt Erasmus+ starfsmannaskipti á markvissan hátt?

Ávinningurinn fyrir einstaklinga sem taka þátt í Erasmus+ er vel þekktur og margþættur. Hins vegar hefur minna verið rætt um áhrifin sem þátttaka starfsfólks hefur á stofnanirnar sem það starfar við. Landskrifstofa Erasmus+ stóð nýverið fyrir ráðstefnu um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.

Lesa meira

18.6.2024 : Inngildingarstefna Landskrifstofunnar á myndrænu formi

Listakonan Coline Robin á heiðurinn af nýrri skýringarmynd sem sýnir hver markmiðin eru með inngildingarstefnu Landskrifstofu. Með þessum hætti vonast Landskrifstofa til að koma inngildingarstefnunni á framfæri og þeim áhrifum sem henni er ætlað að hafa á þátttakendur.

Lesa meira

13.6.2024 : Þátttaka Íslands í Erasmus+ og European Solidarity Corps áhrifarík fyrir íslenskt samfélag

Ný úttekt á árangri Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi sýnir fram á jákvæð áhrif áætlananna á íslenskt menntakerfi og æskulýðsstarf. Umsóknarferlið mætti einfalda en þjónusta Landskrifstofu veitir umsækjendum og styrkhöfum mikilvægan stuðning.

Lesa meira

7.6.2024 : Erasmus+ vikur í alþjóðavíddinni

Áhugaverð tengslaráðstefna tileinkuð Afríku sunnan Sahara fyrir háskóla- og starfsmenntastofnanir sem hafa áhuga á að þróa samstarf í alþjóðavídd Erasmus+

Lesa meira

4.6.2024 : Aukið aðgengi að Erasmus+ tölfræði á Evrópuvísu

Frá árinu 1987 hafa 15 milljónir einstaklinga notið góðs af náms- og þjálfunarferðum Erasmus+. Í tilefni af þessum áfanga hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnað mælaborð til að bæta aðgengi að upplýsingum um Erasmus+ í tölum.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica