Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Nordplus áætluninni

9.11.2018

  • Photo-for-news-article-on-Call-2019_Nordplus

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus áætluninni. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2019 er stafræn hæfni og gervigreind.

Hægt er að sækja um styrki til mannaskipta og samstarfsverkefna í leik-grunn- og framhaldsskólanámi (Nordplus Junior), háskólanámi (Nordplus Videregående), fullorðinsfræðslu (Nordplus Voksen), til norrænna tungumála (Nordplus Sprog) og í þveráætlun Nordplus (Nordplus Horisontal)

Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2019 er stafræn hæfni og gervigreind. Vakin er athygli á því að í þetta sinn hefur 400.000 evrum verið bætt við Nordplus Junior. 

Umsóknafrestur er til 1. febrúar.

Nánari upplýsingar má finna á tengli á Nordplus handbókina fyrir 2019 og tengli á Espresso-umsóknarkerfið.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica