Nýtt EES/EFTA-álit á tillögu um Erasmus 2021-2027

26.10.2018

Í vor lagði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögu um hvernig næstu styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál skuli háttað á tímabilinu 2021-2027. Nú hafa Ísland, Liechtenstein og Noregur sent inn sameiginlegt EES/EFTA- álit á tillögunni að þessari nýju áætlun, sem mun hljóta nafnið Erasmus verði tillagan samþykkt.

Það er samdóma álit þeirra landa sem að álitinu koma að núverandi áætlun, Erasmus+, hafi tekist vel að ná fram settum markmiðum varðandi atvinnutækifæri og félagslegan jöfnuð í Evrópu gegnum fjölþjóðlegt samstarf.  Þau fagna nýju tillögunni og stöðugleikanum sem boðaður er milli tímabila, sem og áframhaldandi áherslum hennar á jafnt aðgengi að áætluninni.

Þó svo að almenn ánægja ríki með innihaldið tilgreinir álitið nokkur atriði sem löndin leggja til að verði styrkt enn frekar. Þar má nefna tengslin milli Erasmus og rannsóknar- og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins, sem nú ber heitið Horizon2020, en þar mætti auka samlegðaráhrifin. Eins er lagt til að landskrifstofur hafi meiri aðkomu að dreifstýrðum verkefnum í þeim tilgangi að auka aðgengi stofnana af ólíkum stærðum að þessum hluta áætlunarinnar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica