Landskrifstofan óskar fyrstu skólunum sem hljóta titilinn eTwinning skóli til hamingju! Viðurkenningin byggist á öruggri netnotkun og breiðri þátttöku í eTwinning og alþjóðasamstarfi, þ.e. að þátttakan byggi ekki á framtaki einstakra kennara heldur sé markviss, njóti stuðnings skólastjórnenda og nái til fjölda nemenda.
Skólarnir sem hljóta titilinn að þessu sinni eru: Flataskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Leikskólinn Holt og Stóru-Vogaskóli.
Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun. Fyrir utan að eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans:
Viðurkenningin er til tveggja ára í senn. Næst verður opnað fyrir umsóknir í byrjun árs 2019.
Sjá nánar um eTwinning skóla á Evrópuvef eTwinning.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.