Á haustmánuðum voru 14 samstarfsverkefni í Erasmus+ valin úr hópi metnaðarfullra umsókna sem bárust Landskrifstofu fyrr á árinu og var þeim hleypt af stokkunum með opnunarfundi í lok október. Þau marka tímamót því þetta eru fyrstu samstarfsverkefni nýs tímabils í Erasmus+ og endurspegla áherslur þess vel.
Að þessu sinni voru 14 umsóknir samþykktar af þeim 24 sem bárust. Þær koma frá öllum skólastigum og vettvangi æskulýðsmála. Meðal annars er um að ræða svokölluð smærri verkefni, en þau eru ný af nálinni og er ætlað að auðvelda aðgengi að Evrópusamstarfi fyrir þær stofnanir og samtök sem vilja taka þátt í Erasmus+ á einfaldaðan hátt. Fjórar umsóknir á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla hlutu styrk í þetta skiptið, sex á sviði starfsmenntunar, ein á sviði háskóla, ein á sviði fullorðinsfræðslu og tvær á sviði æskulýðsmála. Þær hlutu alls rúmlega 3 milljónir evra.
Fulltrúar samstarfsverkefnanna á Kjarvalsstöðum ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.
Þann 28. október boðaði Landskrifstofa tengiliði verkefnanna á sinn fund og ræddi um þau mikilvægu atriði sem vert er að hafa í huga þegar samstarfsverkefni eru annars vegar. Viðfangsefni fundarins voru meðal annars skyldurnar sem samningurinn kveður á um, þær reglur sem gilda um fjármál verkefna og stuðningurinn sem er í boði. Meðfylgjandi myndir af fulltrúum verkefna og starfsfólki Landskrifstofu voru teknar við þetta gleðilega tækifæri.
Í Erasmus+ er lögð mikil áhersla á fjögur forgangsatriði: inngildingu, sjálfbærni, stafræna færni og virka þátttöku. Nýju samstarfsverkefnin hafa forgangsatriðin að leiðarljósi og leitast við að finna nýjar leiðir og verkfæri á þessum sviðum. Það er mikið fagnaðarefni, því ljóst er að málaflokkarnir eiga allir stórt erindi við mennta- og æskulýðssamfélagið hér á landi sem annars staðar, bæði í nútíð og framtíð. Fyrir þau sem vilja kynna sér áhersluatriðin nánar má benda á frekari upplýsingar hér á síðunni:
Fulltrúar verkefnis Reykjaness jarðvangs, Berglind Kristinsdóttir, Daníel Einarsson og Þuríður Halldóra Aradóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta.
Fulltrúar verkefnis Þekkingarnets Þingeyinga, Ingibjörg Benediktsdóttir og Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra starfsmenntunar, Helgu Dagnýju Árnadóttur.
Fulltrúar verkefnis Lundarskóla, Maríanna Ragnarsdóttir og Elías Gunnar Þorbjörnsson, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta.
Fulltrúi verkefnis Creatrix, Emma Björg Eyjólfsdóttir, ásamt Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, og Jóni Svani Jóhannssyni, verkefnisstjóra skólahluta.
Fulltrúi verkefnis frá unglingasmiðjunum Stígur og Tröð, Alda Björk Harðardóttir, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra starfsmenntunar, Helgu Dagnýju Árnadóttur.
Fulltrúar verkefnis Móðurmáls samtaka um rússneskt tvítyngi, Julia Zahrova og Natalia Stetsii með ungan fundargest ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra æskulýðsstarfs, Önnu R. Möller.
Fulltrúi verkefnis Háskólans á Hólum, Erla Björk Örnólfsdóttir, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra starfsmenntunar, Helgu Dagnýju Árnadóttur.
Fulltrúi verkefnis Jafnréttisstofu, Hjalti Ómar Ágústsson, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra starfsmenntunar, Helgu Dagnýju Árnadóttur.
Fulltrúi verkefnis Verkmenntaskólans á Akureyri, Hildur Friðriksdóttir, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra starfsmenntunar, Helgu Dagnýju Árnadóttur.
Fulltrúar verkefnis Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra á háskólastigi, Sólveigu Sigurðardóttur.
Fulltrúi verkefnis Iðunnar fræðsluseturs, Ásgeir Valur Einarsson, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra starfsmenntunar, Helgu Dagnýju Árnadóttur
Fulltrúar verkefnis Reykjanesbæjar, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Bjarney Rós Guðmundsdóttir og Jóhanna Ingvarsdóttir, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu Erasmus+, Rúnu Vigdísi Guðmarsdóttur, og verkefnisstjóra fullorðinsfræðslu, Margréti K. Sverrisdóttur.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.