Frestur til að sækja um stefnumótandi verkefni í Erasmus+ er 27. maí næstkomandi og býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öll áhugasöm velkomin á rafrænan upplýsingafund þriðjudaginn 11. mars.
Lesa meiraNú styttist óðum í lok þessa áætlanatímabils og tímabært að líta til framtíðar. Til að undirbúa vinnu við næsta áætlanatímabil bauð framkvæmdastjórn ESB reynslumiklum þátttakendum og starfsfólki landskrifstofa að taka þátt í vinnustofum þar sem þátttakendur gátu komið hugmyndum sínum á framfæri. Þetta var fyrsta vinnustofan af mörgum þar sem boðað verður til slíkrar hugmyndavinnu.
Lesa meiraÍ lok síðasta árs úthlutaði Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi styrkjum til átta nýrra samstarfsverkefna sem sóttu um í seinni umsóknarfrest ársins auk þess að veita sjö styrki til umsókna á biðlista. Landskrifstofan bauð nýjum verkefnastjórum til fundar á Nauthóli þann 19. febrúar til að fagna góðum árangri og fara yfir helstu atriði við framkvæmd verkefna.
Lesa meiraRannís hefur gert samning til næstu fjögurra ára um rekstur ReferNet, samstarfsnets Evrópulanda á vegum CEDEFOP sem safnar og miðlar upplýsingum um starfsmenntun. Hlutverk Rannís er að afla gagna og vinna skýrslur um þróun og stefnumótun í starfsmenntun á Íslandi fyrir þeirra hönd.
Lesa meiraSigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.
Lesa meiraNú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið.
Lesa meiraEurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.
Lesa meiraErtu kennari á yngsta- eða miðstigi og hefur áhuga á að læra hvernig gervigreind (AI) getur verið hluti af kennslu? Viltu kanna hvernig AI tengist virku borgaravitundarhlutverki nemenda? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig.
eTwinning á Íslandi býður kennurum tækifæri til að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Helsinki dagana 4.–6. september 2025. Þar munu kennarar frá Norðurlöndunum koma saman og vinna að hugmyndum um hvernig hægt er að samþætta gervigreind og lýðræði í skólastarfi.
Lesa meiraNæsti umsóknarfrestur um Öndvegissetur starfsmenntunar (e. Centres of Vocational Excellence) er 11. júní 2025. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður áhugasömum á sérstaka vefstofu sem er kjörin til að kynna sér málið betur. Allt um evrópsk Öndvegissetur starfsmenntunar á vefstofu 20. febrúar.
Lesa meiraMarkmið verkefnisins var að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu. Oft hallar á hlut kvenna í störfum þeirra innan ferðaþjónustunnar þegar litið er til þátta eins og launa, vinnuaðstæðna og möguleikum á stöðuhækkun. Verkefnið hefur skilað góðum og áhugaverðum niðurstöðum sem eru öllum aðgengileg.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.