Fréttir: 2025

Euroguidance_-vinnustofa_31_mars_2025-4-

4.4.2025 : Euroguidance vinnustofa með Dr. Amundson og Andreu Fruhling: Nýjar leiðir í náms- og starfsráðgjöf

Um 60 náms- og starfsráðgjafar tóku þátt í vinnustofu Euroguidance á Íslandi með hinum virtu sérfræðingum Dr. Norm Amundson og Andreu Fruhling. Vinnustofan, sem var haldin í samstarfi við FNS, HÍ, Rannís, MMS og EPALE, beindist að skapandi ráðgjöf og undirstrikaði mikilvægi alþjóðavæðingar í faginu.

Lesa meira
Tveir unglingar sitja glaðir í lestarsæti og halda í myndavélina fyrir sjálfu. Þau brosa og sýna

3.4.2025 : Opnað fyrir DiscoverEU umsóknir fyrir ungmenni á 18. aldursári

Hefur þú áhuga á að skoða heimsálfuna og víkka sjóndeildarhringinn? Þú getur orðið eitt af 50 íslenskum ungmennum sem vinna ferðalag um Evrópu með því að skrá sig til leiks í DiscoverEU. 

Lesa meira

2.4.2025 : Ný skýrsla varpar ljósi á stöðuna varðandi æskulýðsstefnu Evrópusambandsins 2019-2027

Þrjú helstu markmið æskulýðsstefnunnar eru að tengja, virkja og valdefla ungt fólk í borgaravitund og lýðræðislegri þátttöku. 

Lesa meira

1.4.2025 : Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar, ráðstefna í Eddu

Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi. 

Lesa meira

27.3.2025 : Fimm íslenskir skólar hljóta viðurkenningu sem eTwinning-skólar 2025–2026

Skólar í Reykjavík, Kópavogi og Vogum fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í alþjóðlegu skólasamstarfi, stafrænum hæfniþáttum og þátttöku nemenda.

Lesa meira
Stapaskoli-6

25.3.2025 : Stapaskóli á eTwinning verkefni mánaðarins

Í mars 2025 er það litríkt og áhrifaríkt verkefni Stapaskóla sem hlýtur nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið, sem bar heitið Ink of Unity – Celebrating our true colors, var samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Lesa meira
Menntabudir_2025

21.3.2025 : Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum

Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum um stafræna tækni og sköpun þar sem þær kynntu tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og þróunar í skólastarfi með áherslu á upplýsingatækni, sköpun og alþjóðavæðingu.

Lesa meira

20.3.2025 : 1,2 milljörðum króna veitt til íslenskra stofnana vegna sóknar þeirra í Erasmus+ styrki til Brussel

Erasmus+ áætlunin styður metnaðarfull samstarfsverkefni í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum til að styðja meðal annars við nýsköpun í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni. Sumir verkefnaflokkar eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu í Brussel og ríkir oft mikil samkeppni um styrki sem sótt er um þangað.

Lesa meira
Mynd-med-grein-etwinning

18.3.2025 : Menntahleðsla með Erasmus+ og eTwinning

Menntahleðsla er stutt og hagnýt fræðsla fyrir kennara og starfsfólk skóla, þar sem áhersla er lögð á að miðla nýrri þekkingu og veita innblástur til þróunar í kennslu. Markmiðið er að gefa þátttakendum skýra sýn á ný tækifæri sem geta bætt skólastarf, stutt við kennara í þeirra faglega starfi og aukið alþjóðleg tengsl skóla.

Lesa meira
Fyrir-ESEP-og-eTwinning-1-

13.3.2025 : Landskrifstofa eTwinning leitar að fyrirmyndarverkefnum!

Landskrifstofa eTwinning leitar að frábærum eTwinning-verkefnum á öllum skólastigum til að veita öðrum kennurum innblástur. Valin verkefni verða kynnt í fréttagreinum og á samfélagsmiðlum. 

Lesa meira
Rafraent-skolasamstarf-i-20-ar-3-

12.3.2025 : 20 ár af eldmóði: eTwinning sendiherrarnir sem hafa fylgt þróuninni frá upphafi

Kolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi hafa verið hluti af eTwinning samfélaginu frá fyrsta degi árið 2005. 
Í þessu viðtali deila þær einstökum reynslusögum, frá fyrstu skrefunum í stafrænu skólasamstarfi til þess hvernig eTwinning hefur þróast í gegnum árin og haft áhrif á kennsluaðferðir, nemendur og þeirra eigin starfsferil.

Lesa meira

6.3.2025 : Bandalag myndað um færni í Evrópu

Evrópa þarf á hæfu fólki að halda til að bregðast við nýjum áskorunum og vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Þetta er grundvöllur viðamikillar stefnu frá Evrópusambandinu sem birt var í vikunni og er ætlað er að styðja við seiglu og aðlögunarhæfni í menntun og þjálfun í álfunni. Stefnan ber yfirskriftina Bandalag um færni, eða Union of skills. 

Lesa meira

5.3.2025 : Hefur þú nýtt þér gervigreind í kennslu og þjálfun með góðum árangri? Evrópusambandið vill heyra frá þér!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir könnun til 28. mars til að safna saman upplýsingum um árangursríka notkun gervigreindar í menntun og þjálfun. 

Lesa meira

27.2.2025 : Gæti Evrópusamstarf nýst þinni stofnun í stefnumótun?

Frestur til að sækja um stefnumótandi verkefni í Erasmus+ er 27. maí næstkomandi og býður Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel öll áhugasöm velkomin á rafrænan upplýsingafund þriðjudaginn 11. mars.

Lesa meira

27.2.2025 : Hvað ber framtíð Erasmus+ og European Solidarity Corps í skauti sér? Frásögn frá ráðstefnu í Brussel

Nú styttist óðum í lok þessa áætlanatímabils og tímabært að líta til framtíðar. Til að undirbúa vinnu við næsta áætlanatímabil bauð framkvæmdastjórn ESB reynslumiklum þátttakendum og starfsfólki landskrifstofa að taka þátt í vinnustofum þar sem þátttakendur gátu komið hugmyndum sínum á framfæri. Þetta var fyrsta vinnustofan af mörgum þar sem boðað verður til slíkrar hugmyndavinnu. 

Lesa meira

26.2.2025 : Erasmus+ á Íslandi styrkir 15 ný samstarfsverkefni um 227 milljónir íslenskra króna

Í lok síðasta árs úthlutaði Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi styrkjum til átta nýrra samstarfsverkefna sem sóttu um í seinni umsóknarfrest ársins auk þess að veita sjö styrki til umsókna á biðlista. Landskrifstofan bauð nýjum verkefnastjórum til fundar á Nauthóli þann 19. febrúar til að fagna góðum árangri og fara yfir helstu atriði við framkvæmd verkefna.

Lesa meira
Shutterstock_81341863-starfsmenntun

26.2.2025 : Rannís hýsir ReferNet – Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar

Rannís hefur gert samning til næstu fjögurra ára um rekstur ReferNet, samstarfsnets Evrópulanda á vegum CEDEFOP sem safnar og miðlar upplýsingum um starfsmenntun. Hlutverk Rannís er að afla gagna og vinna skýrslur um þróun og stefnumótun í starfsmenntun á Íslandi fyrir þeirra hönd.

Lesa meira

18.2.2025 : „Taktu stökkið!“ – Viðtal við Sigríði Halldóru Pálsdóttur, nýjan eTwinning sendiherra við Tækniskólann

Sigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.

Lesa meira

14.2.2025 : Framtíð evrópsk samstarfs í mótun: Samráð Evrópusambandsins við almenning opið til 7. maí

Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið. 

Lesa meira

14.2.2025 : Upplýsingaveitan Eurodesk heldur upp á 35 ára afmæli sitt í ár!

Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.

Lesa meira
Helsinki

14.2.2025 : Tækifæri fyrir eTwinning kennara: Vinnustofa um gervigreind og virka borgaravitund í Helsinki

Ertu kennari á yngsta- eða miðstigi og hefur áhuga á að læra hvernig gervigreind (AI) getur verið hluti af kennslu? Viltu kanna hvernig AI tengist virku borgaravitundarhlutverki nemenda? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig.

eTwinning á Íslandi býður kennurum tækifæri til að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Helsinki dagana 4.–6. september 2025. Þar munu kennarar frá Norðurlöndunum koma saman og vinna að hugmyndum um hvernig hægt er að samþætta gervigreind og lýðræði í skólastarfi.

Lesa meira

10.2.2025 : Viltu byggja upp framúrskarandi starfsmenntun á þínu fagsviði?

Næsti umsóknarfrestur um Öndvegissetur starfsmenntunar (e. Centres of Vocational Excellence) er 11. júní 2025. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður áhugasömum á sérstaka vefstofu sem er kjörin til að kynna sér málið betur. Allt um evrópsk Öndvegissetur starfsmenntunar á vefstofu 20. febrúar. 

Lesa meira

3.2.2025 : We Lead: Leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu

Markmið verkefnisins var að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu. Oft hallar á hlut kvenna í störfum þeirra innan ferðaþjónustunnar þegar litið er til þátta eins og launa, vinnuaðstæðna og möguleikum á stöðuhækkun. Verkefnið hefur skilað góðum og áhugaverðum niðurstöðum sem eru öllum aðgengileg.

Lesa meira

31.1.2025 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 18. febrúar 2025 kl. 14:00-15:15 að íslenskum tíma verður fjallað um fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar.

Lesa meira

28.1.2025 : Tækifæri til samstarfs á sviði starfsmenntunar utan Evrópu

Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á umsóknarfresti 27. febrúar næstkomandi um Erasmus+ hæfnismótunarverkefni (e. capacity building) i starfsmenntun. 

Lesa meira

27.1.2025 : Evrópsk háskólanet: Ný skýrsla sýnir jákvæð áhrif á háskólanám í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýja skýrslu sem fjallar um þann árangur sem evrópsk háskólanet hafa náð í að auka samþættingu, samkeppnishæfni og inngildingu í háskólanámi og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir.

Lesa meira
_RAN2778

24.1.2025 : eTwinning fagnar 20 ára afmæli á árinu!

eTwinning er flaggskip Evrópusambandsins þegar kemur að rafrænu skólasamstarfi. Það býður kennurum og skólum öruggt netumhverfi þar sem hægt er að vinna saman og þróa bæði innlend og alþjóðleg verkefni.

Lesa meira

21.1.2025 : Langar ykkur að verða eTwinning skóli? Umsóknarfrestur til 10. febrúar!

Nú er umsóknarferlið um eTwinning School Label opið og stendur til 10. febrúar kl. 23:59 CET. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skóla sem vilja efla sig í alþjóðlegu samstarfi og upplýsingatækni.

Á Íslandi hafa margir skólar verið virkir sem eTwinning skóla og nú síðast voru það Grunnskóli Bolungarvíkur, Selásskóli og Ingunnarskóli sem hlutu þessa viðurkenningu. 

Lesa meira

15.1.2025 : Erasmus+ styrkir íslenskar stofnanir til árangursríkrar stefnumótunar

Þrjú verkefni með íslenskum samstarfsaðilum hlutu nýverið veglega Erasmus+ styrki til að framkvæma tilraunir og meta árangur af stefnumótun. Verkefnin eru EMPOWER, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í upplýsingatækni, BRICK, sem styrkir samstarf í fullorðinsfræðslu, og On the Move, sem eflir fagmenntun með blönduðum nemendaskiptum.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica