Fréttir: janúar 2025

31.1.2025 : Örnámskeið um náms- og starfsráðgjöf: Fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 18. febrúar 2025 kl. 14:00-15:15 að íslenskum tíma verður fjallað um fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar.

Lesa meira

28.1.2025 : Tækifæri til samstarfs á sviði starfsmenntunar utan Evrópu

Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á umsóknarfresti 27. febrúar næstkomandi um Erasmus+ hæfnismótunarverkefni (e. capacity building) i starfsmenntun. 

Lesa meira

27.1.2025 : Evrópsk háskólanet: Ný skýrsla sýnir jákvæð áhrif á háskólanám í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýja skýrslu sem fjallar um þann árangur sem evrópsk háskólanet hafa náð í að auka samþættingu, samkeppnishæfni og inngildingu í háskólanámi og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir.

Lesa meira
_RAN2778

24.1.2025 : eTwinning fagnar 20 ára afmæli á árinu!

eTwinning er flaggskip Evrópusambandsins þegar kemur að rafrænu skólasamstarfi. Það býður kennurum og skólum öruggt netumhverfi þar sem hægt er að vinna saman og þróa bæði innlend og alþjóðleg verkefni.

Lesa meira

21.1.2025 : Langar ykkur að verða eTwinning skóli? Umsóknarfrestur til 10. febrúar!

Nú er umsóknarferlið um eTwinning School Label opið og stendur til 10. febrúar kl. 23:59 CET. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skóla sem vilja efla sig í alþjóðlegu samstarfi og upplýsingatækni.

Á Íslandi hafa margir skólar verið virkir sem eTwinning skóla og nú síðast voru það Grunnskóli Bolungarvíkur, Selásskóli og Ingunnarskóli sem hlutu þessa viðurkenningu. 

Lesa meira

15.1.2025 : Erasmus+ styrkir íslenskar stofnanir til árangursríkrar stefnumótunar

Þrjú verkefni með íslenskum samstarfsaðilum hlutu nýverið veglega Erasmus+ styrki til að framkvæma tilraunir og meta árangur af stefnumótun. Verkefnin eru EMPOWER, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í upplýsingatækni, BRICK, sem styrkir samstarf í fullorðinsfræðslu, og On the Move, sem eflir fagmenntun með blönduðum nemendaskiptum.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica