Öllum til heilla er samtal um mikilvægi samfélagslista og mun inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ flytja erindi þann 13. apríl um inngildingu í áætluninni, mikilvægi hennar og stefnumótunarvinnu landskrifstofunnar.
Viðburðarröð Reykjavíkur Akademíunnar, Öllum til heilla hófst þann 16. febrúar sl. með setningarathöfn í Borgarleikhúsinu.
Öllum til heilla er samtal um samfélagslistir og samanstendur af 5 rafrænum erindum. Erindin verða haldin með reglulegu millibili fram til 15. júní.
Á viðburðinum Inngilding í orðum og aurum sem haldinn verður 13. apríl, mun inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, flytja erindið: Inngilding í Erasmus+: Áhersluatriði áætlunarinnar og mótun inngildingarstefnu landskrifstofu.
Erindin eru send út á netinu og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir viðburðirnir verða túlkaðir á íslenskt táknmál, rittúlkaðir og þýddir á ensku/íslensku og hægt verður að nálgast þá á heimasíðu Reykjavíkur Akademíunnar.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.