Opið samráð um fjármálaáætlun ESB eftir 2020 – nám og þjálfun

8.2.2018

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs vegna nýrrar fjármálaáætlunar sambandsins sem tekur gildi árið 2020. Samráðið samanstendur af nokkrum efnisflokkum og nær einn þeirra yfir málefni sem snerta náms- og þjálfunarferðir.

Niðurstöðurnar úr samráðinu munu liggja til grundvallar því sem Framkvæmdastjórnin leggur til síðar á þessu ári sem áhersluatriði nýju fjármálaáætlunarinnar. Þar verður leitast við að greina hvað hefur gengið vel til þessa og hvað má betur fara í framtíðinni til að tryggja að fjármunum aðildarríkjanna sé rétt varið. Um leið hafa tillögurnar mikil áhrif á það hvernig rammaáætlanir eins og til dæmis Erasmus+ og Creative Europe munu koma til með að líta út eftir 2020. 

Við hvetjum því almenning, stofnanir og aðra hagsmunaaðila sem hafa reynslu af náms- og þjálfunarferðum innan rammaáætlana ESB að leggja sitt af mörkum í þessu opna samráði. Það er hægt með því að svara könnun þar sem lagðar eru fram spurningar um náms- og þjálfunarferðir. Hún er opin til 8. mars 2018. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica