Raddir ungs fólks við Hringborð Arctic Circle

25.10.2018

Dagana 19. - 21. október fór fram Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) í Hörpu í Reykjavík.  Fulltrúar ungs fólks tóku þátt í ráðstefnunni auk þess að verkefnastýra Ungmennahússins á Akureyri skipulagði málstofuna: Raddir unga fólksins.

Málstofunni var stýrt af ungmennum frá Akureyri sem ræddu sérstaklega málefni sem snerta ungt fólk beint.  Þau málefni sem urðu fyrir valinu snúa að skammdegisþunglyndi ungmenna á norðurslóðum, framtíð menntamála og upplifun erlendra ungmenna af fordómum í samfélaginu.  Omar Khattab Almohammad sagði frá reynslu sinni af menntakerfinu eftir að hann flutti til Akureyrar frá Sýrlandi, Páll Rúnar Bjarnason ræddi um reynslu ungmenna af geðheilbrigðisþjónustu sem þeim stendur til boða á Akureyri og Ari Orrason ræddi um sjálfsmorð ungmenna á Akureyri.  

Aðrir fulltrúar ungs fólks á Alþjóðaþinginu voru meðal annars Ungmennaráð Akureyrar, Ungmennaráð heimsmarkmiðanna, Ungir umhverfissinnar og Students on ice.  Þátttaka Ungmennahússins á Alþjóðaþinginu var styrkt af Erasmus+.

Sjá nánar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica