Hvað eru Erasmus dagar?
Erasmus dagar eða #ErasmusDays er þriggja daga viðburður sem haldinn verður 10-12. október n.k.. Á þessum þrem dögum verður Erasmus+ áætluninni fagnað og hundruðir viðburða munu eiga sér stað um alla Evrópu. Erasmus dagar eru frábært tækifæri fyrir þátttökuaðila og áhugasama til þess að skipuleggja eða taka þátt í viðburðum, deila reynslu sinni og læra meira um Erasmus+
Hvernig er hægt að taka þátt í Erasmus dögum?
Þú skráir þinn #ErasmusDays viðburð á https://www.erasmusdays.eu/ og þar má einnig sjá yfirlit yfir alla skráða viðburði ásamt kynningarefni sem þú getur notað til þess að kynna þinn viðburð. Viðburðurinn getur til dæmis verið námskeið, vinnustofur, ljósmyndasýning, tónleikar, útvarpsþáttur, hakkaþon eða vefviðburðir.
Við hvetjum alla til þess að taka þátt eða skipuleggja viðburð fyrir 10-12. október og fagna Erasmus+
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.