Tveir nýir íslenskir eTwinning skólar

16.4.2019

Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands hafa bæst í hóp þeirra skóla sem hafa fengið eTwinning viðurkenningu. Í fyrra fengu fjórir skólar sömu viðurkenningu og eru eTwinning skólar á Íslandi því orðnir sex talsins.

Hrafnagilsskoli

Verslo

Á dögunum bættust tveir skólar við þá fjóra sem hafa hlotið viðurkenninguna og titilinn ‘eTwinning skóli'. Þeir eru Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands en í fyrra voru það Flataskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Leikskólinn Holt og Stóru-Vogaskóli. Titillinn er veittur til tveggja ára í senn.

Samtals eru því sex íslenskir skólar sem leggja áherslu á og hafa sem stefnu að kennarar skólans - og nemendur auðvitað fyrst og fremst - vinni að einföldum samstarfsverkefnum með kollegum sínum í Evrópu. Það er mikið gleðiefni og vonum við á landskrifstofunni að fleiri kennarar skrái sig í eTwinning og stofni verkefni svo íslenskum eTwinning skólum muni fjölga enn meira á næsta ári.

ET-Schools

Skilyrðin sem skólar þurfa að uppfylla til að geta sótt um eru eftirfarandi:

  1. Skólinn hefur verið skráður í eTwinning í að lágmarki tvö ár
  2. Í skólanum starfa að lágmarki tveir virkir kennarar sem eru skráðir í eTwinning
  3. Að lágmarki einn kennari við skólann hefur tekið þátt í verkefni sem hlaut gæðamerki (National Quality Label) á síðustu tveimur árum


Við óskum öllum eTwinning skólum innilega til hamingju!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica