Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands hafa bæst í hóp þeirra skóla sem hafa fengið eTwinning viðurkenningu. Í fyrra fengu fjórir skólar sömu viðurkenningu og eru eTwinning skólar á Íslandi því orðnir sex talsins.
Á dögunum bættust tveir skólar við þá fjóra sem hafa hlotið viðurkenninguna og titilinn ‘eTwinning skóli'. Þeir eru Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands en í fyrra voru það Flataskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Leikskólinn Holt og Stóru-Vogaskóli. Titillinn er veittur til tveggja ára í senn.
Samtals eru því sex íslenskir skólar sem leggja áherslu á og hafa sem stefnu að kennarar skólans - og nemendur auðvitað fyrst og fremst - vinni að einföldum samstarfsverkefnum með kollegum sínum í Evrópu. Það er mikið gleðiefni og vonum við á landskrifstofunni að fleiri kennarar skrái sig í eTwinning og stofni verkefni svo íslenskum eTwinning skólum muni fjölga enn meira á næsta ári.
Skilyrðin sem skólar þurfa að uppfylla til að geta sótt um eru eftirfarandi:
Við óskum öllum eTwinning skólum innilega til hamingju!
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.