Við erum að leita að matsmönnum!

22.1.2018

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í menntahluta Erasmus+. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar.

Óskað er eftir einstaklingum sem hafa:

  • Þekkingu á íslensku menntakerfi, sérstaklega á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla sem og starfsmenntunar
  • Reynslu af fjölþjóðlegu samstarfi og verkefnastjórnun, ásamt skilningi á stefnumiðum Evrópusambandsins um menntun

Starf matsmanna er verkefnatengt og tímabundið í tengslum við umsóknafresti Erasmus+ áætlunarinnar

Leitað er að  matsmönnum til að meta umsóknir í tveimur verkefnaflokkum; Nám og þjálfun og Samstarfsverkefni.

Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði. 

Áhugasamir eru beðnir um að senda inn umsókn og ferilskrá í tölvupósti fyrir 5. febrúar á erasmusplus (hjá) rannis.is.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica