Verkefnisstjórar og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Hilton Nordica þann 11. október og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. Um er að ræða verkefni sem hlutu styrk í sumar eftir fyrri umsóknarfrest ársins.
Töluverð samkeppni hefur verið um styrki fyrir samstarfsverkefni það sem af er ári og hefur um þriðjungur umsókna til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi hlotið styrk. Af þeim 14 verkefnum sem hafa hlotið styrk í ár eru þrjú á sviði starfsmenntunar, tvö í fullorðinsfræðslu, þrjú á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla, þrjú á sviði háskóla og þrjár á sviði æskulýðsmála.
Hægt er að sækja um tvær gerðir samstarfsverkefna, smærri verkefni sem eru styrkt um 30.000 eða 60.000 evrur og stærri verkefni sem eru styrkt um 120.000, 250.000 eða 400.000 evrur eftir umfangi samstarfsins. Skiptingin var að þessu sinni þannig að fjögur styrktu verkefnanna voru af smærri gerðinni og tíu af þeirri stærri. Alls hlutu þau um 3,5 milljónir evra eða yfir 520 milljónir íslenskra króna.
Samstarfsverkefnum er ætlað að styðja mennta- og æskulýðsvettvanginn við að auka gæði, deila aðferðum og innleiða nýjungar. Þau veita stofnunum og samtökum frábært tækifæri til að starfa þvert á landamæri, ekki síst til að vinna með forgangsatriði Erasmus+ áætlunarinnar, inngildingu, grænar áherslur, stafræna væðingu og virka þátttöku í samfélaginu. Nánari upplýsingar um styrkt verkefni má finna á yfirlitssíðu Erasmus+ yfir styrkúthlutanir.
Seinni umsóknarfrestur ársins um samstarfsverkefni var 8. október síðastliðinn og verður tilkynnt um úthlutun fyrir árslok. Umsóknarfrestir komandi árs verða auglýstir í nóvember.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á upphafsfundinum þann 11. október af tengiliðum verkefnanna og starfsfólki Landskrifstofu. Við óskum öllum styrkhöfum innilega til hamingju með árangurinn!
Styrkhafar í æskulýðshluta: Freymar Gauti Marinósson, fulltrúi Trausts kjarna og Daníel Einarsson, fulltrúi Reykjaness jarðvangs ásamt starfsfólki Landskrifstofu: Rúnu forstöðukonu, Júlíönu verkefnisstjóra fjármála og Emblu verkefnisstjóra æskulýðshluta
Styrkhafar í fullorðinsfræðslu: Anna Maria Tabaczyńska og Izabela Kaczanowska, fulltrúar Menntafélags Pólska Móðurmáls PERSONA, ásamt starfsfólki Landskrifstofu: Rúnu forstöðukonu, Júlíönu verkefnisstjóra fjármála og Jóni Svani verkefnisstjóra fullorðinsfræðslu og skólahluta
Styrkhafar í leik-, grunn- og framhaldsskólahluta: Jóhanna Ingvarsdóttir, fulltrúi Vatnsendaskóla, og Örvar B. Eiríksson, fulltrúi Selasetursins, ásamt starfsfólki Landskrifstofu: Rúnu forstöðukonu, Júlíönu verkefnisstjóra fjármála og Jóni Svani verkefnisstjóra fullorðinsfræðslu og skólahluta
Styrkhafar í starfsmenntahluta: Vera Vilhjálmsdóttir, fulltrúi Háskólans á Akureyri, Guðríður Helgadóttir og Ágústa Erlingsdóttir, fulltrúar Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Arnþrúður Dagsdóttir, fulltrúi Þekkingarnets Þingeyinga ásamt starfsfólki Landskrifstofu: Rúnu forstöðukonu, Júlíönu verkefnisstjóra fjármála og Margréti verkefnisstjóra starfsmenntahluta
Styrkhafar í háskólahluta: Björn Þór Jónsson, fulltrúi Háskólans í Reykjavík og Birna Gunnarsdóttir, fulltrúi Háskóla Íslands ásamt starfsfólki Landskrifstofu: Rúnu forstöðukonu, Júlíönu verkefnisstjóra fjármála og Huldu verkefnisstjóra háskólahluta
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.