Alþjóðastarf í starfsmenntun, það borgar sig!

14.11.2023

Málstofa um alþjóðastarf í starfsmenntun verður haldin á Nauthóli, mánudaginn 27. nóvember kl. 14:00-16:30. Kynnt verður rannsókn sem gerð var meðal nemenda í starfsmenntun sem hafa farið í starfsþjálfun til Evrópu með styrk frá Erasmus+ áætluninni, en þau telja reynsluna verulega verðmæta, bæði faglega og félagslega. 

Auk þess að fjalla um rannsóknina og niðurstöður hennar mun málstofan taka fyrir tækifærin sem bjóðast í Erasmus+ áætluninni fyrir þennan markhóp. Áhersla verður lögð á gæði starfsnámsins og mat sem og mikilvægi starfs alþjóðafulltrúa í því sambandi. Nemendur munu segja frá sinni reynslu og fulltrúar skóla og fyrirtækja ræða mikilvægi og áhrif evrópsks samstarfs á starfsmenntun.

Málstofan er skipulögð af starfsmenntateymi Erasmus+ hjá Rannís. Hún er hugsuð fyrir skólastjórnendur, alþjóðafulltrúa í framhaldsskólum, annað skólafólk og fulltrúa fyrirtækja sem sinna starfsþjálfun fyrir starfsmenntanema.

Dagskrá:

  • Erindi mennta- og barnamálaráðuneytisins 
    Ragnhildur Bolladóttir, teymisstjóri framhaldsskóla
  • Hvers virði er alþjóðastarf í starfsmenntun? 
    Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís
  • Hvað segja starfsmenntanemendur?
    Viðhorf og reynsla nemenda í starfsnámi í Evrópu á vegum Erasmus+ áætlunarinnar.
    Elsa Eiríksdóttir, menntavísindasviði Háskóla Íslands, Rannsóknarstofu um verk – og starfsmenntun
  • Hvers vegna eru alþjóðafulltrúar mikilvægir?
    Sabine Weger, alþjóðaleiðtogi CMA France (Samtök fyrirtækja í  handverksgreinum í Frakklandi) - upptaka
  • Starfsþjálfun erlendis og ferilbók, hvernig virkar það?
    Sigurjóna Jónsdóttir, verkefnastjóri vinnustaðanáms hjá Tækniskólanum
  • Sögur af vettvangi
    Inga Birna Antonsdóttir, alþjóðafulltrúi hjá Iðunni fræðslusetri 
    Frásögn og samtal við nemendur í starfsmenntun:
    Írena Fönn Clemmensen, nýsveinn í hársnyrtiiðn
    KristínÝr Gísladóttir snyrtifræðinemi, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
  • Pallborðsumræður
    Áhrif og áskoranir evrópsks samstarfs og starfsþjálfunar nemenda erlendis
    Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri,
    Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans,
    Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, alþjóðafulltrúi Fjölbrautaskólans í Breiðholti
    Magnús Óskar Guðnason, meistari í bifvélavirkjun hjá Öskju
  • Samantekt

Fundarstjóri: Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA náms- og starfsráðgjöf, MBA, eigandi SHJ ráðgjafar.

Léttar veitingar í boði.

Smellið hér til að skrá þátttöku 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica