Aukið aðgengi að Erasmus+ tölfræði á Evrópuvísu

4.6.2024

Frá árinu 1987 hafa 15 milljónir einstaklinga notið góðs af náms- og þjálfunarferðum Erasmus+. Í tilefni af þessum áfanga hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnað mælaborð til að bæta aðgengi að upplýsingum um Erasmus+ í tölum.

Upplýsingarnar hafa verið birtar á opinberri vefsíðu Erasmus+ en þar er hægt að nálgast tölur um áætlunina í heild, verkefni sem snúa að námi og þjálfun sem og samstarfsverkefni. Meðal þess sem hægt er að skoða er fjöldi verkefna eftir árum, styrkupphæðir, fjöldi styrktra lögaðila og ferðir til og frá hverju landi.
Auk þeirra upplýsinga sem birtar hafa verið á vefsíðu Erasmus+ eru gagnvirku mælaborðin opin hverjum þeim sem kann að hafa áhuga á Erasmus+ og vill kynna sér tölur áætlunarinnar betur.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica