Tillögur um sjóði einstaklinga til náms og hins vegar um örnám hafa nú verið samþykktar af framkvæmdastjórn ESB, en báðar eiga þær að efla færni vinnandi fólks og atvinnuhorfur þeirra.
Þessir tveir málaflokkar eru veigamiklir þættir í áætlun Evrópusambandsins um færni Evrópubúa (European Skills Agenda), og hugmyndin um örnám er þar að auki mikilvægt skref í átt að sameiginlegu evrópsku menntasvæði, sem stefnt er að árið 2025. Áhersla er lögð á að styðja fólk á vinnumarkaði í að afla sér þekkingar sem samræmist þörfum hins græna og stafræna hagkerfis.
Að baki sjóðum einstaklinga til náms (e. individual learning accounts) liggur sú hugmyndafræði að þjálfun og stuðningur í starfi sé sjálfsagður réttur allra. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um framboð á námi séu aðgengilegar, að hægt sé að stunda nám með vinnu og að fólk geti auðveldlega leitað sér ráðgjafar um næstu skref.
Í sama anda gerir örnám (e. micro-credentials) vinnandi fólki kleift að auka færni sína gegnum styttri námsleiðir en áður, til dæmis með styttri námskeiðum en háskólar hafa hingað til boðið upp á. Þannig er nálgunin á nám orðin sveigjanlegri en áður og gerir einstaklingum kleift að auka færni sína á fjölbreyttan og nemendamiðaðan hátt, sem eykur aðgengi að námstækifærum í Evrópu.
Nánari upplýsingar:
Fréttatilkynning frá Evrópusambandinu um sjóði til náms og örnám
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.