Landskrifstofa stóð fyrir fjölþjóðlegum viðburði í Háskólanum á Bifröst dagana 10.-12. október þar sem starfsfólki evrópskra háskóla gafst kostur á að deila reynslu sinni við að skipuleggja og framkvæma blönduð hraðnámskeið í Erasmus+. Um 50 manns frá 21 Evrópulandi tók þátt í viðburðinum.
Eitt meginmarkmiðið var að auka þekkingu á blönduðum hraðnámskeiðum meðal starfsfólks háskóla, en nú hefur þessi verkefnaflokkur verið í boði í Erasmus+ í rúmt ár. Blönduð hraðnámskeið fela í sér stutt námskeið í staðnámi sem eru tengd við nám og þjálfun á netinu. Þau geta bæði verið hönnuð fyrir nemendur og starfsfólk háskóla og veita gott tækifæri til að fá alþjóðlega reynslu, ekki síst fyrir nemendur sem ekki sjá sér kleift að taka heilt misseri erlendis.
Þátttakendur á viðburðinum voru sammála um ávinninginn og möguleikana sem felast í blönduðum hraðnámskeiðum en sögðu einnig frá ýmsum áskorunum sem upp höfðu komið fyrir undirbúning þeirra, framkvæmd og eftirfylgni. Á viðburðinum var lögð áhersla á að kortleggja þessar áskoranir og deila hugmyndum um hvernig hægt er að takast á við þær og skipuleggja árangursrík námskeið. Eftir tvo daga af virku samtali kvöddu þátttakendur Borgarfjörðinn með nýjar hugmyndir í farteskinu og aukið tengslanet, sem kemur vonandi að góðum notum í framtíðinni.
Viðburðurinn var fjármagnaður af TCA-verkefnaflokki Erasmus+, sem stendur fyrir Training and Cooperation Activities. Þessi flokkur gerir landskrifstofum í öllum þátttökulöndum Erasmus+ kleift að koma á fót fjölþjóðlegum viðburðum og samstarfi sem ætlað er að styðja við forgangsatriði Erasmus+ og efla gæði í umsóknum og verkefnum á vegum áætlunarinnar. Viljir þú kynna þér betur álíka viðburði í Evrópu hvetjum við þig til að skoða möguleika á þátttöku.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.