Alls hafa um 170 umsóknir um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) styrki borist Landskrifstofunni á Íslandi það sem af er ári. Afgreiðsla þeirra stendur nú yfir og niðurstöðurnar liggja fyrir á næstu mánuðum.
Þann 20. febrúar rann út frestur fyrir umsóknir um nám og þjálfun í öllum flokkum Erasmus+. Landskrifstofu bárust umsóknir um nám og þjálfun frá fjölbreyttum hópi umsækjenda úr mennta, æskulýðs og íþróttageiranum. Íþróttahlutinn er nýjasta viðbótin í Erasmus+ náms- og þjálfunarstyrkjum og gleðilegt að sjá góða eftirspurn frá íþróttafélögum hér á landi. Einnig var umsóknarfrestur um sjálfboðaliða- og samfélagsverkefni í ESC þennan sama dag.
Opið var fyrir umsóknir um samstarfsverkefni í Erasmus+ til og með 5. mars. Tekið var á móti umsóknum um allar tegundir samstarfsverkefna: smærri og stærri verkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólahluta, starfsmenntun, æskulýðshluta og fullorðinsfræðslu og um stærri verkefni í háskólahluta. Þessi verkefnaflokkur styður stofnanir og samtök í að deila reynslu og þekkingu milli landa og innleiða nýjar aðferðir.
Hjá starfsfólki Landskrifstofu taka við ýmis skref þegar umsóknarfrestur er að baki. Meta þarf gildi umsókna og gæði þeirra, sem og athafna- og fjárhagsgetu umsækjenda ef við á. Valnefnd Erasmus+ og ESC gerir tillögu að úthlutun, sem er staðfest af forstöðukonu. Svör við umsóknum berast á vormánuðum og fram í júní, en tímalínan er ögn breytileg eftir því hvers konar verkefnaflokkur á í hlut.
Við þökkum umsækjendum fyrir þennan mikla áhuga á Evrópusamstarfi. Þau sem ekki náðu að skila inn umsókn í febrúar og mars þurfa ekki að örvænta því í ýmsum verkefnaflokkum er umsóknarfrestur í maí og október, sjá nánar á yfirliti yfir umsóknarfresti ársins.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.