Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á Erasmus+ áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 8. desember næstkomandi.
Opna samráðinu er ætlað að hjálpa framkvæmdastjórninni að safna saman sjónarmiðum almennings og stofnana varðandi Erasmus+ áætlunina. Leitast er við að fá fram upplýsingar um hvernig hefur gengið að framkvæma verkefni á núverandi tímabili, sem gildir frá 2021 til 2027, og hvaða áhrif þau hafa haft, ekki síst með tilliti til inngildingar og einföldunar. Um leið er árangurinn af síðasta tímabili metinn, en það varði frá 2014 til 2020.
Samráðið á sér stað sem hluti af svokölluðu miðmati á Erasmus+, en útkoma þess skiptir lykilmáli þegar kemur að því að ákveða hvernig Evrópusamstarfi á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta skuli háttað eftir 2027. Því er mikilvægt að öll þau sem hafa áhuga og reynslu á Erasmus+ láti rödd sína heyrast og taki þátt í opna samráðinu.
Nánari upplýsingar
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.