Nú hafa niðurstöður umsóknarfrests um Erasmus+ aðild verið kynntar. Samþykktar voru umsóknir 26 skóla og stofnana um allt land. Starfsfólk landskrifstofu er mjög ánægt með góðar undirtektir sem aðildin hefur fengið og bera þær vitni um bjartsýni meðal skóla og stofnana um áframhaldandi öflugt alþjóðlegt samstarf.
Erasmus+ aðild er nýr möguleiki fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsmenntun og fullorðinsfræðslu og er hluti af breytingum í nýrri Erasmus+ áætlun sem er að taka gildi.
Í nýju Erasmus+ áætluninni er lögð áhersla á einfaldari umsýslu og þeir skólar og stofnanir sem hafa staðfest aðild sína að áætluninni geta framvegis sótt um styrki til náms og þjálfunar á einfaldari hátt.
Erasmus+ aðild er einnig staðfesting þess að skólar og stofnanir hafi sýnt fram á vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af framtíðarstefnu sinni og reglulegri starfsemi.
Eftirfarandi hafa fengið staðfesta Erasmus aðild:
Leik- grunn og framhaldsskólar:
Starfsmenntun:
Fullorðinsfræðsla:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.