Erasmus+ fagnaði 35 ára afmæli á árinu sem er að líða

19.12.2022

Lokahátíð og afmælisráðstefna var haldin í þann 14. desember síðastliðinn í EGG ráðstefnuhöllinni í Brussel. Þar komu saman Erasmus+ styrkþegar frá fjölmörgum þátttökulöndum, starfsfólk landskrifstofa og fulltrúar félagasamtaka og stofnana víðsvegar í Evrópu.

Lokahátíð og afmælisráðstefna var haldin í þann 14. desember síðastliðinn í EGG ráðstefnuhöllinni í Brussel. Þar komu saman Erasmus+ styrkþegar frá fjölmörgum þátttökulöndum, starfsfólk landskrifstofa og fulltrúar félagasamtaka og stofnana víðsvegar í Evrópu.

Í pallborðsumræðum og vinnustofum var meðal annars fjallað um sögu og áhrif Erasmus+ frá upphafi, í nútíð og framtíð með áherslu á helstu forgangsatriði áætlunarinnar: Inngildingu, loftslagsmál, virka þátttöku og stafræna þróun. Framúrskarandi verkefni og árangur þeirra voru kynnt.

Þar sem árið 2022 hjá Erasmus+ var sérstaklega tileinkað ungu fólki var opnuð ljósmyndasýning með myndum ungs fólks sem hafði ferðast til annarra landa fyrir tilstuðlan DiscoverEU.

Hátíðin endaði svo með leiksýningu sem ungt fólk samdi og setti á svið um sköpun og mikilvægi samskipta milli landa. Það er ljóst að Erasmus+ opnar dyr og eykur víðsýni allra sem taka þátt.

Dumitrița Simion, verkefnastjóri hjá Hugarafli var fulltrúi íslenskra félagasamtaka á ráðstefnunni og hún hafði þetta að segja um afmælishátíðina: „Þetta var frábært tækifæri til að fá innblástur enn og aftur af anda Erasmus+, samstöðunni, fjölbreytileikanum og samstarfinu sem einkennir áætlunina og til að mynda alþjóðleg tengsl.“









Þetta vefsvæði byggir á Eplica