Í ár hefst nýtt tímabil í sögu Erasmus+ sem gildir árin 2021-2027. Á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum og nánari upplýsingar birtar um þau tækifæri sem verða í boði. Þar sem gert er ráð fyrir óvenju stuttum umsóknarfrestum fyrir Erasmus Mundus og Jean Monnet, viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Athugið að upplýsingarnar hafa ekki verið staðfestar af Evrópusambandinu og þær geta enn tekið einhverjum breytingum.
Nú gefst háskólastofnunum tækifæri til þess að sækja um styrk til þess að búa til hágæða alþjóðlegt sameiginlegt meistaranám undir hatti Erasmus Mundus. Erasmus Mundus mun því bjóða upp á tvenns konar umsóknir, annars vegar þróun (Erasmus Mundus Development Master) og hinsvegar innleiðingu á sameiginleigu meistaranámi (Erasmus Mundus Joint Master).
Styrkur til styttri tíma til að hjálpa stofnunum að setja á fót sameiginlegt meistaranám í Evrópu (og utan álfunnar)
Einn styrkhafi sem stýrir verkefninu í samstarfi við aðrar háskólastofnanir
Sérstakur styrkjaflokkur sem er óháður Erasmus Mundus Joint Master
Jean Monnet verkefni tengjast Evrópufræðum og eru fyrir stofnanir og samstök sem vinna á því sviði. Áætlunin mun skiptast í fimm styrkjaflokka árið 2021 (fleiri gætu bæst við síðar):
Modules: Námskeið í Evrópufræðum sem er að lágmarki 40 kennslustundir.
Chairs: Kennarastaða með Evrópufræði sem sérsvið og minnst 90 kennslustundir á ári á því sviði í þrjú ár.
Centres of Excellence: Fræðasetur tengt einum eða fleiri háskólum sem tengir saman fræðimenn á sviði Evrópufræða og heldur utan um efni á því sviði.
Að auki verða tveir nýir flokkar í boði þar sem hægt er að sækja um styrk fyrir þjálfun kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og í starfsmenntun í Evrópufræðum og búa til tengslanet þeirra á milli til þess að skiptast á þekkingu og reynslu.
Nánari upplýsingar veitir Rúna Vigdís Guðmarsdóttir
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.