Erasmus+ vefstofa um aðild að Erasmus+ áætluninni

10.10.2022

Miðvikudaginn 12. október kl. 14:00-15:30 heldur Landskrifstofa Erasmus+ vefstofu um aðild að Erasmus+ áætluninni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og aðrar stofnanir sem starfa á þeim skólastigum.

Á vefstofunni verður farið yfir kosti aðildar og helstu skref umsóknarferlisins til að auðvelda hugsanleg umsóknarskrif. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum (2014-2020) til að geta sótt um.

Næsti umsóknarfrestur um Erasmus aðild er 19. október 2022 kl. 10.

Hlekkur á vefstofuna:

Click here to join the meeting

Lesefni: Bæklingur um aðild að menntahluta nýrrar Erasmus áætlunar

Sjáumst á Teams á miðvikudag!

Erasmus+ teymið.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica