Erasmus+ verkefni mánaðarins kemur frá Dalvíkurskóla, en skólinn hlaut nýverið Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu. Verkefnið samræmist vel einni af áherslum nýrrar Erasmus+ áætlunarinnar, sem er notkun stafrænna aðferða í námi. Við tókum Guðnýju S. Ólafsdóttur, kennara og verkefnastjóra í Dalvíkurskóla, tali.
Verkefnið heitir VEGA: Virtual reality Education & Game based Achievements in classrooms, og fjallar um um notkun á VR gleraugum og tölvuleikjum í almennri kennslu. Samstarfsaðilar okkar eru Smedsby-Böe skóli í Korsholm í Finnlandi, Teacher Gaming í Helsinki í Finnlandi, Centrum Edukacyjne EST í Wadowice í Póllandi, Associació Educativa i Cultural Blue Beehive í Ibi á Spáni og Synthesis Center for Reachearch and education í Nicosia á Kýpur.
Þetta verkefni spratt úr síðasta verkefni, EARLY, sem fjallaði um kennslu á forritun og þrívíddarhönnun og -prentun í almennri kennslu. Þrjú okkar úr hinum hópnum settumst niður og ákváðum að gera einskonar framhaldsverkefni, útfæra nýtt verkefni í svipuðum stíl.
Að hjálpa kennurum og starfsfólki skóla um alla Evrópu að nýta sér betur nútímatækni í kennslunni og með því að ná til fleiri nemenda. Afrakstur verkefnisins verður vefsíða með kennsluáætlunum á öllum tungumálum þátttökuþjóða, aðgengileg fyrir alla kennara og opin öllum.
Samvinnan hefur verið bæði á neti og "in flesh", okkur tókst að halda þrjá fundi á haustinu þar sem flestir mættu, þeir sem ekki komust fylgdust með á netinu. Opnunarfundur var á netinu, einnig aðrir verkefnafundir. Hópurinn er samstæður og mjög öflugur, mikill metnaður í gangi. Covid hefur að sjálfsögðu sett strik í reikninginn hjá okkur og því verið erfitt að standa við gefna áætlun um fundi og þess háttar. Einnig þurftum við að hætta við að fara á fund til Póllands síðastliðið sumar, og hluti hópsins þurfti að hætta við Finnlandsferð í vetur af sömu ástæðum.
Fyrst ber að nefna að Erasmus+ sjóðurinn greiðir hluta af kostnaði við tækjakaup sem nauðsynleg eru fyrir verkefnið og fyrir vikið hefur skólinn okkar eignast ýmis tæki og tól sem erfiðara hefði verið að kaupa, til dæmis þrjú sett af Oculus Quest2 gleraugum og ýmis kennsluöpp í þau. Þeir kennarar sem taka beinan þátt í verkefninu þróa sig í starfi, tileinka sér nútímalegar kennsluaðferðir, sem fela í sér notkun á VR gleraugum og tölvuleikjum í þessu tilviki, auk þess að kynnast samstarfsfólkinu, fá tækifæri til að ferðast til hinna þátttökulandanna og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Ávinningurinn fyrir nemendur er enn sem komið er að aðstoða við að þróa þær kennsluáætlanir sem til verða með því að taka þátt í tilraunakennslu og fá þannig tækifæri til að læra hluti á nýjan hátt með því að nota nútíma kennslugögn við námið. Í framtíðinni koma kennararnir til með að hafa aðgang að metnaðarfullum kennsluáætlunum sem fela í sér nútímatækni og beina tengingu við Aðalnámskrá grunnskóla. Notkun á nútímatækni við námið höfðar ekki síst til þeirra nemenda sem eiga erfitt með að tileinka sér hefðbundnar kennsluaðferðir sem notaðar eru í grunnskólum landsins.
Fyrir mig persónulega er ávinningurinn mikill. Ég hef stundum sagt að ég væri trúlega löngu hætt í kennslu (kennari í 34 ár), ef ekki væri fyrir Erasmus+ (og áður Comenius) verkefni sem halda manni á tánum og gefa mér tækifæri til að þróa mig í starfi sem kennari í upplýsingatækni. Það er ómetanlegt að fá að kynnast því sem aðrar þjóðir eru að gera í þessum geira, einnig hafa myndast einstæð vináttubönd í Erasmus+ vinnunni sem hafa haldist þrátt fyrir að verkefni ljúki. Svo má segja að ferðalög til þátttökulandanna og að kynnast menningu og skólastarfi þeirra séu einskonar bónus fyrir vinnuna.
Já, Dalvíkurskóli hefur í gegnum tíðina tekið þátt í nokkrum verkefnum, fyrst Comenius og síðan Erasmus+ verkefnum. Nú síðast var það "EARLY, Education Advancements through Robotics Labs for Youth" sem lauk fyrir um ári síðan. Einnig hef ég tekið þátt í tveimur verkefnum í gegnum Símey og Alþjóðastofu á Akureyri, en ég hef einnig kennt hjá Símey í fullorðinsfræðslu í gegnum árin.
Já, fræðsluyfirvöld og skólastjórnendur í Dalvíkurbyggð eru mjög jákvæð fyrir Erasmus+ verkefnum, enda hefur skólinn mikinn hag af þessum síðustu verkefnum sem við höfum tekið þátt í. Verkefnin hafa innleitt og stutt við nútímalega starfshætti, meðal annars í kennslu upplýsingatækni og það er allra hagur. Meðan kennarar eru tilbúnir til að leggja á sig þá vinnu sem í þessu felst og hafa áhuga á þessari vinnu tel ég að við höldum áfram. Við erum í þessu verkefni okkar í mjög öflugu teymi sem er mjög líklegt til að þróa fleiri verkefni af svipuðum toga og VEGA verkefnið er.
Ég heyrði fyrst af þessu hjá samstarfskennurum fyrir mörgum árum, en viðkomandi hafði heyrt af þessu á námskeiði sem hún fór á. Þegar við erum á annað borð komin inn í þessa menningu fáum við oft tilboð um að taka þátt í verkefnum sem eru að byrja og vantar samstarfsskóla í. Ég kynntist einum pólskum aðila í verkefni sem ég tók þátt í með Símey fyrir nokkrum árum og hann hafði síðan samband við mig um samstarf í öðru verkefni. Ég fór á eTwinning námskeið til Helsinki fyrir þremur árum og kynntist þar frábærum finnskum kennara sem ég bauð síðan til samstarfs í EARLY verkefninu, við erum góðar vinkonur núna. Svona gengur þetta koll af kolli....
Takk fyrir að styðja við þetta frábæra starf sem gefur þátttakendum kost á að efla sig í starfi, stækka tengslanetið og auka fjölbreytni í kennsluháttum og starfi sínu almennt.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.